Guðrún Ólafsdóttir (Norðurgarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja í Norðurgarði fæddist 1833 og lést 30. ágúst 1906 á Bergstöðum.
Faðir hennar var Ólafur bóndi í Gerðakoti undir Eyjafjöllum, f. 3. október 1809 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, d. 30. mars 1859, Pétursson bónda í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, f. í Berjanesi í V-Landeyjum, skírður 13. nóvember 1782, d. 5. október 1836 í Eyjum, Ólafssonar bónda í Berjanesi, f. 1749, d. 27. desember 1816, Magnússonar, og konu Ólafs, Steinunnar húsfreyju, f. 1750, d. 27. september 1835, Hjatrardóttur.
Móðir Ólafs í Gerðakoti og fyrri kona Péturs í Hólmahjáleigu var Sigríður húsfreyja, f. 1773, d. 30. september 1826, Jónsdóttir bónda og formanns á Efri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum, f. 1745 í Álfhólahjáleigu í V-Landeyjum, d. 11. febrúar 1830 í Hörgsholti í Hrunamannahreppi, Sigurðssonar, og konu Jóns, Guðfinnu húsfreyju, f. 1744, d. 3. desember 1818, Magnúsdóttur.
Ólafur faðir Guðrúnar í Norðurgarði var bróðir Þóru Pétursdóttur móður Péturs í Þorlaugargerði afa hinna eldri Oddsstaðasystkina og Þóra var langamma Vesturhúsasystkina, barna Guðmundar Þórarinssonar.

Móðir Guðrúnar og barnsmóðir Ólafs í Gerðakoti var Guðrún Valtýsdóttir, síðar húsfreyja í Presthúsum f. 1806, d. 6. júní 1866.

Guðrún var 2 ára með vinnukonunni Guðrúnu Valtýsdóttur móður sinni á Moldnúpi u. Eyjafjöllum 1835, 8 ára niðursetningur á prestsetrinu í Holti þar 1840, 13 ára dóttir bóndans Ólafs Péturssonar í Gerðakoti þar 1845.
Hún var 17 ára vinnukona á Kirkjubæ 1850, gift húsfreyja í Norðurgarði 1860 með Ísaki Jakob og börnunum Steinunni 5 ára og Jóni 2 ára.
1870 var hún gift húskona í Grímshjalli með Steinunni Ísaksdóttur 13 ára og Hjálmfríði Björgu Ísaksdóttur 4 ára.
1880 var hún skilin húskona í Grímshjalli með Hjálmfríði Björgu 14 ára dóttur sinni.
Hún finnst ekki á manntali í Eyjum 1890, en 1901 var hún ekkja í Björgvin hjá Hjálmfríði Björgu dóttur sinni og Elísi Sæmundssyni tengdasyni sínum.
Hún lést 1906.

Maður Guðrúnar, (2. nóvember 1855, skildu), var Ísak Jakob Jónsson bóndi í Norðurgarði, f. 20. janúar 1833, d. 9. apríl 1899.
Börn Guðrúnar og Ísaks Jakobs hér:
1. Steinunn Ísaksdóttir húsfreyja og verkakona, f. 22. október 1856, d. 31. janúar 1920.
2. Jón Ísaksson sjómaður, bóndi á Kirkjubæ, f. 11. mars 1859, d. 20. ágúst 1890, hrapaði í Ystakletti.
3. Gísli Dagbjartur Ísaksson, f. 23. september 1861 í Norðurgarði, d. 24. júlí 1890.
4. Jón Ísaksson, f. 27. ágúst 1864 í Godthaabsfjósi, d. 30. ágúst 1864 „af vatnssýki í höfðinu“.
5. Hjálmfríður Björg Ísaksdóttir húsfreyja á Bergstöðum 1910, f. 4. október 1865, d. 13. maí 1953.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.