Guðrún Þorsteinsdóttir (Valhöll)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðrún Þorsteinsdóttir.

Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja í Valhöll fæddist 25. desember 1875 í Landlyst og lést 24. ágúst 1928.

Ætt og uppruni

Faðir hennar var Þorsteinn héraðslæknir, f. 17. nóvember 1840, d. 13. ágúst 1908, Jónsson bónda á Mið-Kekki og síðar í Hæringsstaðahjáleigu í Flóa, f. 19. júní 1799, d. í júlí 1888, Þorsteinssonar tómthúsmanns á Eystri-Þurá í Ölfusi, síðar á Brú á Stokkseyri, f. 1769, d. 12. ágúst 1813, Pálssonar, og konu Þorsteins Pálssonar, Margrétar húsfreyju, f. 1776, d. 12. júní 1865, Gísladóttur Vigfússonar.
Móðir Þorsteins læknis og seinni kona Jóns á Mið-Kekki var Þórdís húsfreyja, f. 18. ágúst 1795, d. 26. maí 1866, Þorsteinsdóttir bónda í Hæringsstaðahjáleigu, f. um 1774, d. 23. júní 1845, Runólfssonar, og konu Þorsteins Runólfssonar, Katrínar húsfreyju, f. 1772, d. 15. apríl 1854, Erlendsdóttur.

Kona Þorsteins læknis (12. október 1865) og móðir Guðrúnar var Matthildar, f. 6. janúar 1833, d. 5. mars 1904, Magnúsdóttir bónda þá í Eiðhúsum í Miklaholtshreppi, en síðan á Kljá í Helgafellssveit og á Fjarðarhorni í Hraunsfirði í Helgafellssveit, f. um 1794 á Kljá, Þorkelssonar bónda á Kljá Ívarssonar og konu Þorkels, Oddnýjar Magnúsdóttur húsfreyju.
Móðir Matthildar og barnsmóðir Þorkels var Sigríður vinnukona í Eiðhúsum, síðar vinnukona á Fjarðarhorni í Hraunsfirði, f. 1791, Pétursdóttir bónda í Árnesi í Staðastaðarsókn á Snæfellsnesi 1801, Melum þar 1816, f. 12. febrúar 1759, d. 30. apríl 1826, Nikulássonar, f. um 1730, Þórðarsonar yngri á Arnarstapa, f. um 1696, Guðmundssonar, og konu Nikulásar, Bjargar Bjarnadóttur.
Móðir Sigríðar vinnukonu og fyrri kona Péturs var Arndís húsfreyja, f. 1762, d. 26. desember 1797, Narfadóttir í Hrísakoti Sigmundssonar og konu Narfa, Guðrúnar húsfreyju, f. 1730, Bjarnadóttur.

Fjölskylda

Maður Guðrúnar var Ágúst Gíslason Stefánssonar frá Hlíðarhúsi, útgerðarmaður, formaður og verslunarmaður, f. 15. ágúst 1874, d. 24. desember 1922.

Börn Ágústs og Guðrúnar voru:
1. Rebekka húsfreyja, f. 24. mars 1899 í Hafnarfirði, d. 7. ágúst 1981, kona Sigurðar Ólafssonar verkfræðings.
2. Matthildur húsfreyja í Stakkagerði, tvíburi, f. 28. júlí 1900 í Eyjum, d. 18. júní 1984, kona Sigurðar Bogasonar.
3. Þorsteinn Ágústsson, tvíburi, f. 28. júlí 1900, d. 24. október 1901.
4. Soffía húsfreyja, f. 23. mars 1902 í Eyjum, gift í Danmörku, Erik Grönquist.
5. Ingibjörg húsfreyja, f. 14. júlí 1904 í Eyjum, d. 9. október 1951. Hún var gift á Hjalteyri.
6. Ágústa Ágústsdóttir, f. 18. ágúst 1907, d. 5. janúar 1908.
7. Skarphéðinn, f. 17. september 1909 í Eyjum, d. 19. apríl 1957, kvæntur í Keflavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Prestþj.bækur.
  • Espólín p. 4904.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.