Guðrún Rafnsdóttir (Stakkagerði-vestra)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðrún Rafnsdóttir.

Guðrún Rafnsdóttir húsfreyja í Vestra-Stakkagerði fæddist 22. mars 1910 á Grundarfirði og lést 25. október 2004.
Foreldrar hennar voru Rafn Júlíus Símonarson frá Norðfirði, sjómaður og útgerðarmaður þar, síðar verslunarmaður á Litlu-Löndum í Eyjum, f. 1. júlí 1866, d. 8. júlí 1933 og kona hans Guðrún Gísladóttir frá Götuhúsum í Reykjavík, húsfreyja og saumakona í Vindheimi í Norðfirði 1901, f. 27. júní 1872, d. 5. janúar 1912.

Guðrún var systir Helgu Rafnsdóttur konu Ísleifs Högnasonar, og Jóns Rafnssonar verkalýðsleiðtoga.
Guðrún fluttist til Eyja 1920. Hún var húsfreyja í Vestra-Stakkagerði 1930. Hún bjó síðast í Reykjavík.

Guðrún var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (2. mars 1929, skildu) var Þórarinn Bernótusson frá Vestra-Stakkagerði, f. 20. maí 1908, d. 10. ágúst 1943.
Barn þeirra:
1. Hilmar Bernótus Þórarinsson rafvirkjameistari og framkvæmdastjóri í Garðabæ, f. 8. desember 1929, d. 14. júní 1992. Kona hans Valgerður Guðrún Valdimarsdóttir.

II. Síðari maður Guðrúnar, (7. nóvember 1934), var Eggert Halldór Þorbjarnarson starfsmaður Dagsbrúnar í Reykjavík, framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, bankastarfsmaður, fornbóksali, útgefandi, f. 26. apríl 1911 í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp, d. 26. september 1989 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Þorbjörn Eggertsson sjómaður, verkamaður, f. 22. desember 1880 að Óspaksstöðum í Hrútafirði, d. 9. júní 1962 í Reykjavík, og Rósa Aradóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1874 að Uppsölum í Seyðisfirði vestra, d. 30. júní 1937 á Ísafirði.
Börn þeirra:
2. Rafn Þorbjörn Eggertsson sjómaður, rennismiður, rafsuðumaður, f. 25. ágúst 1941. Kona hans Guðbjörg Birna Bragadóttir.
3. Rósa Guðrún Eggertsdóttir skrifstofumaður, kennari, skólastjóri, námsgagnahöfundur, f. 4. maí 1949 í Reykjavík. Fyrrum maður hennar Hafsteinn Einarsson. Maður hennar Gunnar Sigfús Jónsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Rafnsætt. Google.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.