Guðrún Runólfsdóttir (Sveinsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðrún Runólfsdóttir

Guðrún Runólfsdóttir á Sveinsstöðum, húsfreyja, spítalahaldari og útgerðarkona, fæddist 26. nóvember 1860 í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvíkursókn, Gull. og lést 20. október 1949.
Faðir hennar var Runólfur steinsmiður, f. 1. desember 1835 á Maríubakka í Fljótshverfi í V-Skaft., drukknaði 22. ágúst 1869 í Ölfusá, Runólfs bónda á Maríubakka, f. 14. ágúst 1803 í Seglbúðum í V-Skaft., d. 14. ágúst 1879 í Hólmi á Síðu, Sverrissonar bónda og hreppstjóra á Rauðabergi, Seglbúðum og víðar Eiríkssonar.
Móðir Runólfs bónda á Maríubakka og seinni kona Sverris Eiríkssonar var Sigríður húsfreyja, f. 1769 á Arnardrangi í Landbroti, d. 29. júní 1843 í Kollabæ, Salomonsdóttir Þorsteinssonar.
Móðir Runólfs steinsmiðs og kona Runólfs á Maríubakka var Guðrún yngsta, húsfreyja, f. 8. október 1803 í Skaftafelli í Öræfum, d. 1. maí 1868 á Maríubakka, Bjarnadóttir bónda í Skaftafelli, Jónssonar.

Móðir Guðrúnar á Sveinsstöðum og barnsmóðir Runólfs var Sesselja, f. 22. september 1830 á Bala í Krýsuvík, d. 23. mars 1874, Einarsdóttir bónda í Hópi í Grindavík og Bala, f. 11. júní 1798 í Hraungerðissókn í Árn., Þórðarsonar Jónssonar. Móðir Sesselju og kona Einars bónda var Guðríður húsfreyja, f. 1805 í Grindavíkursókn, Jónsdóttir.

Þau Sveinn fluttust til Eyja frá Reykjavík 1888, bjuggu í Frydendal á því ári, voru komin að Uppsölum 1889 og voru þar enn 1893. Þau byggðu Sveinsstaði og voru komin þangað 1894.
Þau eignuðust 5 lifandi börn og eitt andvana. Hjónin skildu og Sveinn fluttist til Reykjavíkur 1899.
Guðrún tók þátt í útgerð og hýsti erlenda sjúka sjómenn áður en Franski spítalinn tók til fullra starfa.
Hún bjó á Brekastíg 35 1930 og 1940.

ctr
Börnin frá Sveinsstöðum.
Aftari röð: Sigurveig Sveinsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir.
Fremri röð: Sveinn Magnús Sveinsson, Ársæll Sveinsson, Sigurður Sveinsson.

Maður Guðrúnar, (12. nóvember 1886, skildu), var Sveinn Jónsson trésmíðameistari, f. 19. apríl 1862, d. 13. maí 1947.
Börn þeirra voru:
1. Sigurveig Sveinsdóttir húsfreyja, f. 10. jan. 1887, d. 21. mars 1972.
2. Júlíana Sveinsdóttir listmálari, f. 31. júlí 1889, 17. apríl 1966.
3. Sveinn Magnús Sveinsson, kenndur við Völund í Reykjavík og var eigandi hans, f. 19. okt. 1891, d. 23. nóvember 1951.
4. Ársæll Sveinsson útgerðarmaður, kaupmaður, iðnrekandi og bæjarfulltrúi, f. 31. des. 1893, d. 14. apríl 1969.
5. Andvana sveinbarn 17. september 1897.
6. Sigurður Sveinsson bifreiðarstjóri og kaupmaður f. 18. nóv. 1898, d. 28. júní 1964.

MyndirHeimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.