Hólmfríður Jónsdóttir (Skjaldbreið)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hólmfríður Jónsdóttir.

Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja á Skjaldbreið fæddist 7. ágúst 1879 í Skammadal í Mýrdal og lést 9. ágúst 1965.
Foreldrar hennar voru Jón Tómasson bóndi, f. 9. apríl 1825 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 2. október 1895 í Skammadal, og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. febrúar 1837 í Skammadal, d. 20. febrúar 1916 í Norður-Vík.

Systir Hólmfríðar var Margrét móðir Sigríðar Sigmundsdóttur húsfreyju á Skólavegi 25, f. 18. mars 1897, d. 18. maí 1982. Maður hennar var Magnús Ingibergur Þórðarson frá Sléttabóli á Brunasandi, sjómaður, verkamaður, f. 5. mars 1895, d. 2. janúar 1983.

Hólmfríður var með foreldrum sínum í Skammadal til 1897, var vinnukona í Norður-Vík 1897-1901.
Hún fluttist til Eyja frá Reykjavík 1908, var á Brekku með Sigurði í lok ársins, ,,hans stúlka“, fluttist 1909 með honum að Skjaldbreið, sem var nýbyggt hús, eignaðist Árnýju Hönnu þar í september.
Þau Sigurður giftu sig 1910 og bjuggu á Skjaldbreið, eignuðust sex börn og ól upp Ágústu Guðrúnu Árnadóttur, f. 15. júní, d. 2. maí 1991. Hún var dóttir Árna bróður Sigurðar.
Hólmfríður stýrði stóru heimili útgerðarmanns, þar sem fjöldi vertíðarmanna bjó á hverju ári.
Sigurður lést 1962 og Hólmfríður 1965.

Maður Hólmfríðar, (15. janúar 1910), var Sigurður Ingimundarson útgerðarmaður, bátsformaður, f. 22. maí 1879, d. 3. apríl 1962.
Börn þeirra:
1. Árný Hanna Sigurðardóttir, f. 16. september 1909 á Skjaldbreið, d. 3. apríl 1921.
2. Júlíus Sigurðsson skipstjóri, f. 2. júlí 1912 á Skjaldbreið, d. 1. október 1974.
3. Friðjón Sigurðsson lögfræðingur, sýslumaður og síðar skrifstofustjóri Alþingis, f. 17. mars 1914 á Skjaldbreið, d. 14. október 1997.
4. Sigríður Rósa Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1915 á Skjaldbreið, d. 3. júlí 2000.
5. Kristinn Sigurðsson skipstjóri og síðar slökkviliðsstjóri, f. 2. september 1917 á Skjaldbreið, d. 26. júní 1984.
6. Pálmi Sigurðsson skipstjóri, f. 21. júlí 1920 á Skjaldbreið, d. 25. nóvember 2011.
Fósturdóttir þeirra, dóttir Árna Ingimundarsonar og Elsu Tómasdóttur var
7. Ágústa Guðrún Árnadóttir húsfreyja, f. 15. júní, d. 2. maí 1991.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.