Högna Sigurðardóttir (arkitekt)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Högna Sigurðardóttir.

Högna Sigurðardóttir arkitekt fæddist 6. júlí 1929 í Birtingarholti og lést 10. febrúar 2017 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sigurður Friðriksson frá Rauðhálsi í Mýrdal, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 22. ágúst 1898 að Ytri-Sólheimum þar, d. 7. maí 1980, og kona hans Ísleif Elísabet Hallgrímsdóttir frá Felli í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 4. apríl 1905, d. 30. mars 2004.

Börn Elísbetar og Sigurðar:
1. Sigurveig Sigurðardóttir, f. 29. september 1927 í Birtingarholti, d. 4. apríl 1930.
2. Högna Sigurðardóttir arkitekt, f. 6. júlí 1929 í Birtingarholti, d. 10. febrúar 2017.
3. Móeiður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1944 á Vestmannabraut 72.
Barn Sigurðar og Guðmundínu Sigurveigar Stefánsdóttur:
4. Sigurður Sigurðsson stofnandi Loftorku, forstjóri, f. 28. apríl 1926 í Reykjavík, d. 31. janúar 2003.

Högna var með foreldrum sínum í æsku, nam í Ingimarsskóla í Reykjavík og síðan í Menntaskólanum í Reykjavík, lauk þar máladeildarprófi 1948 og stærðfræðideildarprófi 1949. Hún stundaði nám í við École Nationale Superieure des Beaux Arts í París, Frakklandi, á árunum 1949-1960 og lauk lokaprófi í arkitektúr 1960.
Högna var lengstum búsett í París og starfaði þar sem arkitekt, en vann einnig að verkefnum hér á landi. Hún rak eigin teiknistofu í París frá 1961 fram til 1972, er stofan var rekin sameiginlega með þrem öðrum arkitektum.
Högna teiknaði nokkur hús hér á landi. Árið 2000 var eitt þessara húsa, Bakkaflöt 1 í Garðabæ, valið ein af eitt hundrað merkustu byggingum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu, í tengslum við útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist 20. aldar.

Viðurkenningar:
1. Sérstök viðurkenning fyrir fyrir bestu prófteikninguna, svonefnd Guadet-verðlaun, ásamt heiðursverðlaunum Félags franskra arkitekta.
2. Högnu var veitt sæti í akademíu franskra arkitekta 1992.
3. Högna hlaut heiðursorðu Sjónlistar árið 2007 fyrir einstakt framlag sitt til íslenskrar nútímabyggingarlistar.
4. Hún var kjörin heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands árið 2008.

Þau Gerald Anspach giftu sig 1953, eignuðust tvö börn, en skildu.
Högna lést 2017 í Reykjavík.

I. Maður Högnu, (1953, skildu), var Gerald Anspach listaverkasali, f. 10. nóvember 1922 í Berlín.
Börn þeirra:
1. Sólveig Anspach kvikmyndaleikstjóri í Frakklandi, f. 8. desember 1960 í Eyjum, d. 7. ágúst 2015. Barnsfaðir hennar Stephan Lemaire.
2. Þórunn Edda Anspach verslunareigandi í New York, f. 6. ágúst 1964 í Eyjum. Maður hennar Olivier Brémond.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.