Hans Guðmundsson (Presthúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hans Guðmundsson bóndi í Presthúsum fæddist 12 júní 1792 og lést 23. júní 1835.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi og hreppstjóri á Vilborgarstöðum, f. um 1757, d. 4. apríl 1836, og fyrri kona hans Þorlaug Eiríksdóttir húsfreyjar, f. um 1750, d. 27. október 1803.

Hans var með foreldrum sínum 1801, bóndi í Presthúsum 1816 og 1835.

I. Barn með Geirlaugu Ögmundsdóttur:
1. Sæmundur Hansson, f. 8. júlí 1812, fóstraður á Vilborgarstöðum, hrapaði til bana úr Heimakletti 11. október 1833.

II. Kona Hans, (22. september 1814), var Anna Eiríksdóttir, f. 1783, d. 18. febrúar 1860.
Börn þeirra hér:
2. Eiríkur Hansson, f. 3. ágúst 1815, drukknaði í Útilegunni miklu 1869.
3. Ísleifur Hansson, f. 18. október 1816. (Dánarskrár skortir). Hann finnst ekki á mt 1816.
4. Þorlaug Hansdóttir, f. 28. október 1817, d. 8. nóvember 1817 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.
5. Jón Hansson, f. 10. nóvember 1818, d. 20. nóvember 1818 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.
6. Þórður Hansson, f. 11. janúar 1820, 20. janúar 1820 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.
7. Snorri Hansson, f. 1. júlí 1821, d. 18. júlí 1821 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.
8. Þóroddur Hansson, f. 22. júlí 1822, d. 29. júlí 1822 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.
9. Sigurður Hansson, f. 15. september 1823, d. 24. september 1823 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.
10. Vilborg Hansdóttir, f. 27. nóvember 1824, d. 11. desember 1824 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.
11. Hans Karel Hansson, f. 3. nóvember 1825, d. 16. nóvember 1825 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.
12. Þorgerður Hansdóttir, f. 6. ágúst 1828, d. 12. ágúst 1828 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.