Heiðar Marteinsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Heiðar Bergur Marteinsson.

Heiðar Bergur Marteinsson úr Reykjavík, sjómaður, stýrimaður, kvikmyndatökumaður fæddist þar 25. apríl 1931 og lést 1. janúar 2012.
Foreldrar hans voru Marteinn Jón Magnússon Skaftfells kennari í Reykjavík, f. 14. apríl 1903 á Auðnum í Meðallandi, V-Skaft., d. 20. febrúar 1985, og fyrri kona hans Þórunn Björnsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 30. nóvember 1898 í Möðrudal í N-Múl., d. 2. ágúst 1983.

Heiðar var með foreldrum sínum, en þau skildu og ólst Heiðar upp á Sólheimum í Grímsnesi.
Hann lauk fiskimannaprófi í Eyjum 1958.
Heiðar var sjómaður frá ungum aldri, var stýrimaður á ýmsum bátum í Eyjum.
Þau Brynja hófu búskap, bjuggu í Stórholti í Reykjavík um tveggja ára skeið.
Þau fluttu til Eyja, giftu sig 1957, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Héðinshöfða við Hásteinsveg 36, við Heiðartún, á Háeyri við Vesturveg 11 og í Hrísnesi við Skólaveg 12.
Þau Brynja fluttu að Tjaldbúðum í Staðarsveit á Snæfellsnes 1963, þar sem Heiðar starfaði við lax- og silungseldi. Þar bjuggu þau um sex ára skeið.
Brynja og Heiðar fluttu aftur til Eyja 1969, bjuggu í Birtingarholti. Þau stofnuðu Ljósmyndaþjónustuna Eyjafótó og starfræktu hana til Goss 1973 á Þingvöllum. Þau fluttu aftur til Eyja eftir Gosið og bjuggu í Nykhól og síðan á Faxastíg 25. Heiðar tók mikið af myndum fyrir Sjónvarpið skömmu eftir stofnun þess, bæði kvikar og kyrrar. Hann dvaldi að mestu í Eyjum við myndatökur í Gosinu.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1983, bjuggu síðast á Skeljagranda 2 í Reykjavík, skildu um tíma, fluttu á hjúkrunar- og dvalarheimilið Seljahlíð í Breiðholti.
Brynja lést á Landspítalanum 2009. Heiðar lést 2012.

I. Kona Heiðars, (17. mars 1957), var Brynja Jónína Pálsdóttir frá Héðinshöfða, húsfreyja, iðnverkakona, f. 26. desember 1935 á Þingeyri, d. 19. nóvember 2009.
Barn þeirra:
1. Marteinn Unnar Heiðarsson vélvirki í Reykjavík, f. 14. janúar 1962 í Eyjum. Barnsmæður hans Ingibjörg Eiríksdóttir og Sigurlaug Helgadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 20. janúar 2012. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.