Helga Herbertsdóttir (Núpsdal)

From Heimaslóð
(Redirected from Helga Herbertsdóttir)
Jump to navigation Jump to search

Guðlaug Helga Herbertsdóttir frá Núpsdal við Brekastíg 18, húsfreyja fæddist þar 5. október 1946.
Foreldrar hennar voru Herbert Jóhann Sveinbjörnsson frá Núpsdal, bifvélavirki, f. 9. júlí 1925, d. 12. janúar 1984, og kona hans Sigríður Þóra Helgadóttir frá Seljalandsseli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 3. september 1926, d. 4. mars 2022.

Börn Sigríðar og Herberts:
1. Guðlaug Helga Herbertsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. október 1946 í Núpsdal. Maður hennar Guðmundur Þ. Halldórsson.
2. Henný Júlía Herbertsdóttir húsfreyja, skrifstofustjóri í Garðabæ, f. 14. maí 1952 í Núpsdal. Maður hennar Reynir Sigurjónsson.
3. Ágústa Benný Herbertsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, býr í Kópavogi, f. 25. september 1956 á Hólagötu 4. Maður hennar Eyþór Björgvinsson.
4. Gunnar Herbertsson vélaverkfræðingur, f. 30. maí 1958 á Hólagötu 4. Kona hans Sigrún Einarsdóttir.

Helga var með foreldrum sínum, en þau skildu 1961, er hún var fimmtán ára.
Hún lauk annars bekkjar prófi í Gagnfræðaskólanum 1961.
Helga tók síðar stúdentspróf í Öldungadeild Flensborgarskóla.
Hún flutti til lands 1961 með móður sinni, vann hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hellu í 3 ár, flutti til Reykjavíkur. Að loknum barneignum var hún bókari á fjármálasviði Reykjavíkurborgar til sjötugs.
Þau Guðmundur giftu sig 1968, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Þverholti í Reykjavík.

I. Maður Guðlaugar Helgu, (10. mars 1968), er Guðmundur Þórir Halldórsson prentari, f. 3. ágúst 1944. Foreldrar hans voru Halldór Eyjólfsson bifvélavirki, f. 9. mars 1924, d. 21. september 2000, og fyrri kona hans Kristín Guðmundsdóttir frá Mykjunesi í Holtahreppi, húsfreyja, f. 1. maí 1924, d. 25. desember 2020.
Börn þeirra:
1. Henry Berg Guðmundsson framkvæmdastjóri, f. 17. nóvember 1967. Fyrrum sambúðarkonur hans Karen Viðarsdóttir, Fanney Björnsdóttir og Erna Hrund Grétarsdóttir.
2. Victor Berg Guðmundsson íþróttafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 27. janúar 1970. Kona hans Hildigunnur Erla Gísladóttir.
3. Leó Berg Guðmundsson skrifstofumaður hjá Reykjavíkurborg, f. 12. janúar 1977, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.