Herbert Jóhann Sveinbjörnsson (bifvélavirki)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Herbert Jóhann Sveinbjörnsson frá Núpsdal við Brekastíg 18, bifvélavirki fæddist þar 9. júlí 1925 og lést 12. janúar 1984.
Foreldrar hans voru Sveinbjörn Ágúst Benónýsson múrarameistari, f. á Kambshóli í Víðidalstungusókn í V.-Hún. 8. ágúst 1892, d. 31. maí 1965, og kona hans Hindrika Júlía Helgadóttir frá Húsatóftum í Grindavík, húsfreyja f. þar 2. júlí 1894, d. 27. febrúar 1968.

Börn Hindriku og Sveinbjarnar:
1. Sigurður Fríðhólm Sveinbjörnsson múrarameistari, f. 5. september 1923, d. 1. nóvember 1990.
2. Herbert Jóhann Sveinbjörnsson bifvélavirki, f. 9. júlí 1925, d. 12. janúar 1984.
3. Jóhanna Herdís Sveinbjarnardóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1929 í Núpsdal, d. 25. október 2009.

Herbert var með foreldrum sínum í æsku.
Hann sat í 3. bekk í Gagnfræðaskólanum 1941-1942, lærði bifvélavirkjun og vann við þá iðn. Hann var prófdómari í bifvélavirkjun.
Herbert var tónlistarmaður og málaði myndir. Hann lék lengi með Lúðrasveit Vestmannaeyja.
Þau Sigríður Þóra giftu sig 1946, eignuðust fjögur börn, en skildu 1961. Þau bjuggu í Núpsdal í fyrstu, en síðan á Hólagötu 4.
Herbert lést 1984.

I. Kona Herberts, (17. ágúst 1946, skildu), var Sigríður Þóra Helgadóttir frá Helgusöndum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 3. september 1926, d. 4. mars 2022.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Helga Herbertsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. október 1946 í Núpsdal. Maður hennar Guðmundur Þ. Halldórsson.
2. Henný Júlía Herbertsdóttir húsfreyja, skrifstofustjóri í Garðabæ, f. 14. maí 1952 í Núpsdal. Maður hennar Reynir Sigurjónsson.
3. Ágústa Benný Herbertsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, býr í Kópavogi, f. 25. september 1956 á Hólagötu 4. Maður hennar Eyþór Björgvinsson.
4. Gunnar Herbertsson vélaverkfræðingur, f. 30. maí 1958 á Hólagötu 4. Kona hans Sigrún Einarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.