Helgi Hermannsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Helgi Hermannsson vélstjóri, tónlistarmaður, skólastjóri, verslunarmaður fæddist 27. febrúar 1948.
Foreldrar hans voru Hermann Magnússon símvirki, póst- og símstöðvarstjóri, f. 12. júlí 1921, d. 4. ágúst 1996, og kona hans Gyða Arnórsdóttir húsfreyja, f. 25. mars 1922, d. 26. janúar 2021.

Börn Gyðu og Hermanns:
1. Jónas Hermannsson sjómaður, vélvirkjameistari, f. 7. mars 1946, d. 4. september 2004. Kona hans Dagbjört Theodórsdóttir.
2. Helgi Hermannsson tónlistarkennari á Hvolsvelli, f. 27. febrúar 1948. Kona hans Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir Sigurðssonar.
3. Hermann Ingi Hermannsson tónlistarmaður, bakari, matsveinn, f. 26. 1949. Fyrrum kona hans Guðfinna Sigurgeirsdóttir Ólafssonar. Sambúðarkona Elísabet Nönnudóttir.
4. Arnór Hermannsson bakarameistari í Arnórsbakaríi í Eyjum, f. 23. nóvember 1954. Kona hans Helga Jónsdóttir Kjartanssonar.
5. Magnús Hermannsson símvirki á Gufuskálum, síðan tölvutæknir á Selfossi, f. 9. júlí 1959. Kona hans Anna Linda Sigurðardóttir Ögmundssonar.

Helgi var með foreldrum sínum í æsku, í Reykjavík, í Vík, en síðan á Vestmannabraut 22B.
Hann nam m.a. tónlist í Reykjavík, var í lúðrasveit barna þar. Fjölskyldan fluttir til Eyja 1962. Þar var Helgi í Lúðrasveitinni í nokkur ár, var einn af hljómsveitarmönnum í Logum.
Helgi stundaði gítarnám í Reykjavík eftir Gos 1973.
Hann lauk vélstjóranámi í Vélskólanum í Eyjum 1970 og var vélstjóri hjá Fiskiðjunni.
Eftir Gos 1973 varð hann tónlistarkennari á Hvolsvelli í 18 ár, þar af skólastjóri í sex ár.
Hann flutti til Selfoss á árinu 2000 og stundaði verslunarstörf til starfsloka vegna aldurs.
Þau Þórdís Bjarney giftu sig 1971, eignuðust tvö börn og Helgi fóstraði barn Þórdísar. Þau bjuggu í Hólatungu við Hólagötu 7. Eftir flutning til Selfoss hafa þau búið að Birkigrund 8.

Kona Helga, (17. júlí 1971), er Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir húsfreyja, ritari, gjaldkeri, bankastarfsmaður f. 31. október 1952 í Svanhól.
Börn þeirra:
1. Jónas Helgason kjötiðnaðarmaður á Hvolsvelli, f. 14. apríl 1971. Ókvæntur.
2. Davíð Helgason kerfisfræðingur í Reykjavík, f. 19. nóvember 1981. Ókvæntur.
Barn Þórdísar og fósturbarn Helga er
3. Lilja Georgsdóttir hárgreiðslukona á Selfossi, f. 15. febrúar 1970. Fyrrum sambúðarmaður Romano Phernambucq. Sambúðarmaður Lilju Þórhallur Birgisson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.