Herdís Sigurðardóttir (Brimhólabraut)
Herdís Sigurðardóttir fiskverkakona, húsfreyja í Danmörku fæddist 20. apríl 1949.
Foreldrar hennar voru Sigurður Friðhólm Sveinbjörnsson múrarameistari, f. 5. september 1923, d. 31. október 1990, og kona hans Rebekka Katrín Hagalínsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1923, d. 25. mars 2017.
Börn Rebekku og Sigurðar:
1. Matthildur Sigurðardóttir húsfreyja á Háeyri, síðar á Hásteinsvegi 51 í Eyjum, f. 13. desember 1947. Fyrrum maður hennar Björgvin Sigurjónsson.
2. Herdís Sigurðardóttir húsfreyja í Danmörku, f. 20. apríl 1949. Maður hennar Valur Valsson.
3. Rannveig Sigurðardóttir húsfreyja í Eyjum, f. 18. september 1950. Sambúðarmaður Heiðar Páll Halldórsson.
4. Sveinbjörn Ágúst Sigurðsson sjómaður í Eyjum, f. 6. september 1954.
5. Anna María Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. febrúar 1965. Sambúðarmaður Finnbogi Ragnar Ragnarsson.
Þau Valur giftu sig, eignuðust tvö börn. Valur lést 2013. Herdís býr í Danmörku.
I. Maður Herdísar var Valur Mörk Valsson frá Hveragerði, sjómaður, f. 1. apríl 1946, d. 17. apríl 2013. Foreldrar hans Valur Einarsson, f. 12. júní 1915, d. 17. september 1986, og Olga Sólveig Mörk, f. 8. desember 1925, d. 9. mars 2015.
Börn þeirra:
1. Gunnar Valsson, f. 19. júní 1966.
2. Olga Mörk Valsdóttir, f. 24. september 1968.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Rannveig.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.