Hermann Jónsson (Staðarfelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hermann Kristinn Ingiberg Jónsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður fæddist 5. desember 1898 á Barmi í Skarðshreppi, Dal. og lést 20. júní 1989.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi, f. 28. ágúst 1850, d. 4. júní 1919 og kona hans Sigríður Marín Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. desember 1855, d. 31. ágúst 1927.

Hermann var með foreldrum sínum 1901 og 1910, var lausamaður í Sauðeyjum á Breiðafirði 1920, sjómaður á Kirkjubóli vestra í Gufudalssókn, A.-Barð. 1930, í Flatey á Breiðafirði, síðar sjómaður, vélstjóri, verkamaður í Eyjum.
Þau Þorsteina Margrét giftu sig, eignuðust fjögur börn, en misstu elsta barnið af slysförum nær fimm ára gamalt. Þau bjuggu í Flatey á Breiðafirði, komin á Brekku við Faxastíg 4 1940, bjuggu á Staðarfelli við Kirkjuveg 53 og við Hásteinsveg 5.
Þorsteina lést 1976 og Hermann 1989.

Kona Hermanns, (11. maí 1936 í Reykjavík), var Þorsteina Margrét Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1913, d. 15. mars 1976.
Börn þeirra:
1. Kristinn Breiðfjörð Hermannsson, f. 25. desember 1938 í Flatey á Breiðafirði, d. 28. janúar 1943.
2. Kristín Breiðfjörð Hermannsdóttir, f. 2. nóvember 1943 á Staðarfelli, d. 29. júlí 2001.
3. Kristinn Guðni Breiðfjörð Hermannsson rafvirki, f. 4. ágúst 1945.
4. Þorvaldur Sigurjón Hermannsson sjómaður, netagerðarmaður, f. 2. maí 1949 á Hásteinsvegi 5, d. 11. september 2011.

----

Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.