Hildur Guðmundsdóttir (Bergi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hildur Guðmundsdóttir frá Iðu í Biskupstungum, vinnukona fæddist þar 1. febrúar 1891 og lést 23. mars 1966.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson bóndi og ferjumaður á Iðu, síðan bóndi á Óseyrarnesi við Eyrarbakka, síðast verkamaður á Eyrarbakka, f. 15. febrúar 1847 í Mosfellssókn í Kjósarsýslu, d. 5. febrúar 1930, og kona hans Jónína Jónsdóttir frá Auðsholti í Árn., húsfreyja, f. 20. september 1863, d. 30. júní 1941.

Hildur var vinnuhjú á Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum 1901, vinnuhjú á Bergi 2 (Strandbergi) í Eyjum 1910. Hún fæddi Eirík á Ekru þar 1911 og flutti með hann að Búðarhúsi á Eyrarbakka 1911, var með foreldrum sínum þar, á Gýgjarsteini í Stokkseyrarsókn 1930, í Bjarghúsi þar 1933 og 1934, bjó síðast í Bjarghúsum/Sunnuhvoli í Eyrarbakkahreppi.
Hildur lést 1966.

I. Barnsfaðir Hildar var Eiríkur Magnússon trésmiður, f. 26. maí 1884, síðar í Ameríku, f. 26. maí 1884, d. 21. nóvember 1973.
Barn þeirra:
1. Eiríkur Júlíus Eiríksson prestur, skólastjóri á Núpi í Dýrafirði, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, f. 22. júlí 1911 í Eyjum, d. 11. janúar 1987. Kona hans Sigríður Kristín Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.