Hjálmar Húnfjörð Einarsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hjálmar Húnfjörð Einarsson frá Kalmanstjörn, sjómaður fæddist 3. nóvember 1943 á Kalmanstjörn og drukknaði í Arnarfirði 25. febrúar 1980.
Foreldrar hans voru Einar Jónsson sjómaður, verkamaður frá Seljalandi, f. 17. apríl 1911 í Dal og lést 30. apríl 1981, og fyrri kona hans Guðmunda Margrét Kristjánsdóttir frá Blönduósi, húsfreyja, f. 3. september 1915, d. 10. janúar 1994.

Börn Einars og Guðmundu voru:
1. Jón Einarsson sjómaður í Kópavogi, f. 29. júlí 1936 í Sólhlíð 24, d. 27. desember 2012.
2. Guðlaug Kristrún Einarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 30. janúar 1939 á Vesturhúsum.
3. Ólöf Stella Einarsdóttir, f. 14. janúar 1941 í Brautarholti, d. 7. október 1941.
4. Hjálmar Húnfjörð Einarsson sjómaður, f. 3. nóvember 1943 á Kalmanstjörn, drukknaði í Arnarfirði 25. febrúar 1980.

Börn Einars og Lilju Guðmundsdóttur síðari konu hans:
5. Axel Gunnar Einarsson landmælinga- og kortagerðarmaður í Reykjavík, f. 3. september 1952 á Kalmanstjörn.
6. Jóhann Sigurvin Einarsson byggingaverkamaður í Noregi, f. 18. mars 1959 á Sjh. Vm.
Stjúpsonur Einars, sonur Lilju var
7. Ármann Guðlaugur Axelsson garðyrkjumaður í Noregi, f. 5. janúar 1946 á Kirkjuvegi 41.

Hjálmar var með foreldrum sínum á Kalmanstjörn, var með föður sínum þar 1949.
Hann var í sveit á sumrum í Mýrdal, var í Presthúsum í Mýrdal frá 1964-1966. Hann kvæntist Margréti 1966. Þau fluttust til Bíldudals 1971, byggðu þar. Hjálmar var sjómaður. Hann drukknaði í Arnarfirði við rækjuveiðar 1980.

Kona hans, (3. september 1966), var Margrét Guðný Einarsdóttir húsfreyja frá Kaldrananesi í Mýrdal, f. 9. júní 1943.
Börn þeirra:
1. Ingveldur Lilja Hjálmarsdóttir húsfreyja, hárgreiðslukona í Mosfellssveit, f. 10. maí 1966.
2. Sverrir Halldór Hjálmarsson rafvirki, BSc.- rafeinda- og hugbúnaðarfræðingur, f. 6. september 1969.
3. Petrína Guðrún Hjálmarsdóttir húsfreyja, BS-viðskiptafræðingur, bankastarfsmaður í Reykjavík, f. 28. maí 1978.
4. Klara Berglind Hjálmarsdóttir húsfreyja, myndlistarkennari á Bíldudal, f. 4. september 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.