Hrauney

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Hrauney

Hrauney liggur rétt norðan megin við Hana og er 91 m há þ.e.a.s. álíka á hæð og hann. Háir hamrar liggja umhverfis hana og er hún stærst ummáls af Smáeyjum.

Formaður Hrauneyjarfélagsins var árið 2006 Guðjón Jónsson frá Látrum.

Sækja þeir egg í eynna á vorin og lunda í júlímánuði. Toppönd prófaði varp á toppi Hrauneyjar fyrir nokkrum árum, en kom ekki aftur ári seinna. Gæti hún hafa fælst nálægðina við veiðimenn.