Hulda Sigurðardóttir (Vatnsdal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hulda Sigurbjörg Vatnsdal Sigurðardóttir frá Vatnsdal, húsfreyja, fiskverkakona, verslunarmaður, gangastúlka fæddist þar 27. ágúst 1947.
Foreldrar hennar voru Sigurður Högnason verkamaður frá Vatnsdal, f. 4. október 1897, d. 31. ágúst 1951, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 28. mars 1907 í Vík í Mýrdal, d. 6. janúar 1989.

Börn Ingibjargar og Sigurðar:
1. Ásta Hildur Sigurðardóttir, f. 11. janúar 1928 í Vatnsdal, d. 4. nóvember 2014.
2. Högni Sigurðsson, f. 19. janúar 1929 í Vatnsdal, d. 11. september 2018.
3. Ólafur Ragnar Sigurðsson, f. 3. mars 1931 í Vatnsdal.
4. Sigríður Sigurðardóttir, f. 26. ágúst 1932 í Vatnsdal, d. 2. maí 1992.
5. Kristín Ester Sigurðardóttir, f. 5. febrúar 1939 í Vatnsdal, d. 11. maí 1988.
6. Hulda Sigurbjörg Vatnsdal Sigurðardóttir, f. 27. ágúst 1947 í Vatnsdal.

Hulda var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en hún var fjögurra ára, er faðir hennar lést.
Hún vann við fiskiðnað, var starfsmaður á Sjúkrahúsinu og í Hraunbúðum og vann við afgreiðslu á Bifreiðastöðinni.
Þau Gunnar giftu sig 1966, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu lengi á Geirlandi við Vestmannabraut 8, hafa búið á Strembugötu 2 frá 1998.

I. Maður Huldu, (27. nóvember 1966), er Gunnar Marel Tryggvason vélstjóri, f. 27. nóvember 1945 á Geirlandi.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Gunnarsson fyrrv. sveitarstjóri, kennari, íþróttafréttamaður, borgarritari í Reykjavík, f. 2. ágúst 1966. Kona hans Rósa Signý Baldursdóttir.
2. Drífa Gunnarsdóttir íslenskufræðingur, kennari, fræðslufulltrúi í Eyjum, f. 7. maí 1970. Maður hennar Bergsteinn Jónasson
3. Tryggvi Gunnarsson tölvufræðingur, rafvirki, f. 10. febrúar 1974. Sambýliskona hans Valgerður Auðunsdóttir.
4. Inga Rós Gunnarsdóttir fulltrúi hjá Tryggingastofnun Ríkisins, f. 11. mars 1986. Sambýlismaður Arnar Ingi Sæmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.