Ólafur R. Sigurðsson (Vatnsdal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Ragnar Sigurðsson frá Vatnsdal, sjómaður, lögreglumaður, lögregluvarðstjóri, vélstjóri fæddist þar 3. mars 1931.
Foreldrar hans voru Sigurður Högnason verkamaður frá Vatnsdal, f. 4. október 1897, d. 31. ágúst 1951, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 28. mars 1907 í Vík í Mýrdal, d. 6. janúar 1989.

Börn Ingibjargar og Sigurðar:
1. Ásta Hildur Sigurðardóttir, f. 11. janúar 1928 í Vatnsdal, d. 4. nóvember 2014.
2. Högni Sigurðsson, f. 19. janúar 1929 í Vatnsdal, d. 11. september 2018.
3. Ólafur Ragnar Sigurðsson, f. 3. mars 1931 í Vatnsdal.
4. Sigríður Sigurðardóttir, f. 26. ágúst 1932 í Vatnsdal, d. 2. maí 1992.
5. Kristín Ester Sigurðardóttir, f. 5. febrúar 1939 í Vatnsdal, d. 11. maí 1988.
6. Hulda Sigurbjörg Vatnsdal Sigurðardóttir, f. 27. ágúst 1947 í Vatnsdal.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var farsæll íþróttamaður.
Ólafur tók vélstjórapróf, en nýtti ekki, en stundaði sjómennsku.
Hann gerðist lögreglumaður í tæp 30 ár og var lögregluvarðstjóri.
Í Gosinu var hann einnig vörubifreiðastjóri í viðlögum.
Á efri árum ritar hann sögur og endurminningar sínar eftir dagbókum, sem hann hélt og málar myndir og hefur haldið málverkasýningu.
Rit: Undir gjallregni.
Þau Elín giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra á þriðja aldursári þess.
Þau bjuggu á Stóru-Heiði og síðan Litlu-Heiði í fyrstu, byggðu hús og bjuggu að Túngötu 20, en síðustu 43 árin bjuggu þau á Stapa.
Elín lést 2015.
Ólafur býr á Stapa.

I. Kona hans, (27. desember 1952), var Elín Albertsdóttir húsfreyja, skrifstofukona, rekstrarfulltrúi, skólafulltrúi, f. 27. október 1933 í Eyjum, d. 19. ágúst 2015.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ólafsson, f. 20. október 1952, d. 26. janúar 1955.
2. Sigurður Ingi Ólafsson skipstjóri, f. 23. febrúar 1956. Kona hans Aðalheiður Hafsteinsdóttir.
3. Svanhvít Ólafsdóttir húsfreyja, læknaritari í Reykjavík, f. 22. júlí 1957. Maður hennar Jóhann Baldursson.
4. Guðjón Ólafsson rafeindavirki í Reykjavík, f. 2. júní 1965. Fyrrum kona hans Sigríður Pálína Færsæth.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 2. september 2015. Minning Elínar.
  • Ólafur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.