Illugi Hjörtþórsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Illugi

Illugi Hjörtþórsson, Brekku, Bifröst og Búrfelli, fæddist á Skúmstöðum í Stokkseyrarsókn 26. júlí 1886 og lést 30. nóvember 1930. Illugi fór ungur til Vestmannaeyja til að stunda sjómennsku, en formennsku hóf hann á Heklu árið 1912 og 1913, þá með Gamm, Frí, Skarphéðinn og Sigurbjörgu (ex Unnur II) 1923 og 1924. Illugi var formaður óslitið til 1930 en hann lést það sama ár.

Kona hans var Margrét Eyjólfsdóttir. Börn þeirra voru Elías Óskar skipstjóri, Einar Sölvi vélvirkjameistari, Gréta Vilborg, Guðný Inga húsmóðir og Þóra I. Hinds.

MyndirHeimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.
  • Minningargrein í Morgunblaðinu, 12. mars 1999.
  • Manntal 1910.

Frekari umfjöllun

Illugi Hjörtþórsson formaður fæddist 26. júlí 1886 á Eyrarbakka og lést 30. nóvember 1930.
Foreldrar hans voru Hjörtþór Illugason verslunarmaður, f. 26. nóvember 1848, d. 15. október 1896, og kona hans Vilborg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3. ágúst 1856, d. 9. júlí 1896.

Bræður Illuga í Eyjum:
1. Lúðvík Júlíus Hjörtþórsson verkamaður, f. 5. júlí 1892, d. 13. október 1973.
2. Hjörtþór Hjörtþórsson verkamaður, f. 14. apríl 1885, d. 10. september 1944.

Illugi var með foreldrum sínum í Einarshöfn á Eyrarbakka 1890, en þau léturst bæði 1896. Hann var vikadrengur í Drangshlíð u. Eyjafjöllum 1901, fluttist þaðan til Eyja 1905.
Hann var ókvæntur húsbóndi, nefndur Helgi, á Brekku í Eyjum 1910 með Margréti Eyjólfsdóttur bústýru, óskírðum dreng (Elíasi Óskari) og Margréti Skúladóttur móður Margrétar. Þau Margrét giftu sig í desember á því ári.
Þau voru komin í Landlyst 1912 og bjuggu þar enn 1920, í Bifröst 1924, á Búrfelli um skeið, en á Laugalandi 1927, á Hjalteyri 1928 og þar bjuggu þau, er Illugi lést 1930. Margrét bjó þar ekkja með börnin 1930 og bjó þar enn við andlát 1945.

I. Kona Illuga, (17. desember 1910), var Margrét Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1883 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 24. júní 1945.
Börn þeirra voru:
1. Elías Óskar Illugason formaður, síðast í Hafnarfirði, f. 1. nóvember 1909 á Brekku, d. 13. maí 1975.
2. Einar Sölvi Illugason vélvirkjameistari, f. 1. apríl 1911 á Brekku, d. 28. ágúst 1972.
3. Gréta Vilborg Illugadóttir húsfreyja, síðast í Kópavogi, f. 13. apríl 1912 í Landlyst, d. 1. mars 1999.
4. Gunnlaugur Sæmundur Illugason, f. 28. nóvember 1914 í Landlyst, d. 2. júní 1916.
5. Gunnlaugur Hólm Illugason, f. 17. september 1917 í Landlyst, d. 24. nóvember 1918.
6. Guðný Inga Illugadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. júní 1920 í Landlyst, d. 16. nóvember 2001.
7. Þóra Hólm Illugadóttir Hind húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 2. mars 1928 á Hjalteyri.

II. Barnsmóðir Illuga var Guðný Eyjólfsdóttir, þá í Úthlíð, f. 7. júní 1890, d. 10. febrúar 1979.
Barn þeirra var
8. Jóna Alda Illugadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. júlí 1918 í Úthlíð, d. 2. ágúst 1992.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.