Lúðvík Júlíus Hjörtþórsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Lúðvík Júlíus Hjörtþórsson frá Eyrarbakka, verkamaður, verkstjóri fæddist 5. júlí 1892 í Einarshöfn þar og lést 13. október 1973.
Foreldrar hans voru Hjörtþór Illugason verslunarmaður, f. 26. nóvember 1848, d. 15. október 1896, og kona hans Vilborg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3. ágúst 1856, d. 9. júlí 1896.

Börn Vilborgar og Hjörtþórs í Eyjum:
1. Hjörtþór Hjörtþórsson verkamaður, f. 14. apríl 1885, d. 10. september 1944.
2. Illugi Hjörtþórsson skipstjóri, f. 26. júlí 1886, d. 30. nóvember 1930.
3. Lúðvík Júlíus Hjörtþórsson verkamaður, verkstjóri, f. 5. júlí 1892, d. 13. október 1973.

Lúðvík missti foreldra sína fjögurra ára. Hann var léttadrengur í Núpakoti u. Eyjafjöllum 1901, flutti að Steinum þar 1903, var þar sláttumaður 1910, vinnumaður á Eyvindarhólum þar við giftingu 1915.
Lúðvík flutti til Eyja 1915, vann verkamannastörf, varð verkstjóri.
Þau Bjarnhildur giftu sig 1915, flutti til Eyja á því ári. Þau eignuðust tvö börn, Sigrúnu á Grundarbrekku við Skólaveg 11 1916 og Jónas í Reykholti eldra við Urðaveg 1919. Þau bjuggu síðan í Skógum við Bessastíg, á Sólheimum við Njarðarstíg, lengi í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41. Þau Bjarnhildur bjuggu síðast á Vestmannabraut 72.
Bjarnhildur lést 1963.
Lúðvík bjó við Miðstræti 30 við Gos 1973, flutti í Gosinu til Akureyrar, bjó á Hólabraut 17, var húsvörður við andlát 1973.

I. Kona Lúðvíks, (25. júlí 1915), var Bjarnhildur Einarsdóttir húsfreyja, f. 11. janúar 1890, d. 30. október 1963.
Börn þeirra:
1. Sigrún Lúðvíksdóttir, f. 9. apríl 1916 á Grundarbrekku, d. 5. september 2003.
2. Jónas St. Lúðvíksson, f. 6. mars 1919 í Reykholti, d. 2. maí 1973.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.