Ingibjörg Sigurlín Sigurðardóttir
Ingibjörg Sigurlín Sigurðardóttir húsfreyja, lærður kennari, verkefnastjóri fæddist 9. júní 1972.
Foreldrar hennar voru Sigurður Kristjánsson matsveinn, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 2. maí 1918 á Víðivöllum í Fnjóskadal, d. 22. janúar 2000, og kona hans Guðrún Sveinsdóttir frá Núpi u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 14. nóvember 1933, d. 2023.
Börn Guðrúnar og Sigurðar:
1. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 2. mars 1963 í Eyjum. Maður hennar Hilmar Adolfsson Óskarssonar.
2. Sigurður Sigurðsson rafiðnfræðingur, f. 13. júní 1964 í Eyjum. Kona hans Hjördís Rósantsdóttir.
3. Sigríður Kristín Sigurðardóttir leikskólakennari, f. 28. september 1967 í Eyjum. Maður hennar Ólafur Valsson.
4. Ingibjörg Sigurlín Sigurðardóttir kennari, f. 9. júní 1972 í Eyjum. Maður hennar Óskar Ólafur Arason.
Þau Óskar Ólafur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Kópavogi.
I. Maður Ingibjargar Sigurlínar er Óskar Ólafur Arason af Seltjarnarnesi, flugmaður, f. 8. ágúst 1973. Foreldrar hans Ari Ólafsson, f. 6. október 1938, og Þóra Camilla Magnúsdóttir, f. 24. apríl 1940, d. 26. janúar 2019.
Börn þeirra:
1. Birgir Ari Óskarsson, f. 21. nóvember 2004.
2. Þóra Sif Óskarsdóttir, f. 25. janúar 2008.
3. Sigurður Torfi Óskarsson, f. 8. janúar 2012.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Ingibjörg.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.