Sigurður Sigurðsson (iðnfræðingur)
Sigurður Sigurðsson rafiðnfræðingur fæddist 13. júní 1964 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Sigurður Kristjánsson matsveinn, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 2. maí 1918 á Víðivöllum í Fnjóskadal, d. 22. janúar 2000, og kona hans Guðrún Sveinsdóttir frá Núpi u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 14. nóvember 1933, d. 25. desember 2023.
Börn Guðrúnar og Sigurðar:
1. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 2. mars 1963 í Eyjum. Maður hennar Hilmar Adolfsson Óskarssonar.
2. Sigurður Sigurðsson rafiðnfræðingur, f. 13. júní 1964 í Eyjum. Kona hans Hjördís Unnur Rósantsdóttir.
3. Sigríður Kristín Sigurðardóttir leikskólakennari, f. 28. september 1967 í Eyjum. Maður hennar Ólafur Valsson.
4. Ingibjörg Sigurlín Sigurðardóttir kennari, f. 9. júní 1972 í Eyjum. Maður hennar Óskar Ólafur Arason.
Þau Hjördís giftu sig, eignuðust eitt barn og Hjördís eignaðist barn áður. Þau búa í Rvk.
I. Kona Sigurðar er Hjördís Unnur Rósantsdóttir húsfreyja, saumakona, heilbrigðisritari, f. 7. júní 1958. Foreldrar hennar Rósant Hjörleifsson bóndi, bifreiðastjóri, f. 21. ágúst 1933, og kona hans Guðlaug Ásrún Kristinsdóttir húsfreyja, f. 11. júlí 1936, d. 15. júní 1998.
Barn þeirra:
1. Siguður Gunnar Sigurðsson, f. 4. desember 1992.
Barn Hjördísar:
2. Páll Ingi Stefánsson, f. 11. desember 1981.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Sigurður.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.