Jóhann Guðmundsson (Brekku)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhann Guðmundsson frá Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, vinnumaður, sjómaður fæddist 13. ágúst 1886 og lést 26. nóvember 1918.
Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon bóndi, f. 28. febrúar 1845 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 10. apríl 1898, og sambýliskona hans Guðríður Jónsdóttir frá Berjanesi í V-Landeyjum, húsfreyja, f. 19. maí 1848, d. 8. febrúar 1894.

Tvíburasystir Jóhanns var
1. Sigríður Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum.

Jóhann var með foreldrum sínum 1890, var hjú á Bergþórshvoli 1901, kom þaðan til Eyja 1903. Hann var vinnumaður á Bergi 1909, sjómaður á vélbát á Brekku 1910, leigjandi þar 1912, leigjandi í Túni 1915 og þar var hann lausamaður við andlát 1918. Hann var ókvæntur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.