Jóhann J. Johnsen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jóhann J. Johnsen útvegsmaður og kaupmaður (d.1893)

Jóhann Jörgen Johnsen fæddist 9. október 1847 og lést 11. maí 1893. Hann var sonur Guðfinnu Jónsdóttur Austmann, dóttur Jóns Jónssonar Austmann.

Jóhann var kvæntur Önnu Sigríði Árnadóttur. Þau hófu búskap sinn árið 1880 í gamla Frydendal. Synir þeirra voru: Gísli J. Johnsen, Kristinn Lárus Johnsen, Sigfús M. Johnsen, Guðni Hjörtur Johnsen og Árni J. Johnsen.

Í Frydendal ráku hjónin veitingasölu, útgerð og búskap.