Jóhann Kristján Thomsen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhann Kristján Thomsen frá Löndum fæddist 2. ágúst 1869 og lést 28. ágúst 1939.
Foreldrar hans voru Nikolai Heinrich Thomsen verslunarstjóri, f. 9. desember 1844, d. 23. apríl 1923, og barnsmóðir hans Kristín Eiríksdóttir, þá í Frydendal, síðar húsfreyja á Löndum og að lokum í Vesturheimi, f. 3. desember 1842 í Lágu-Kotey í Meðallandi, d. 10. október 1934 í Spanish Fork í Utah.
Fósturfaðir Jóhanns Kristjáns var Páll Árnason frá Vilborgarstöðum

Hálfsystkini Jóhanns Kristjáns, sammædd, voru:
1. Einar Pálsson, f. 17. mars 1878 á Vilborgarstöðum, d. 22. maí 1928 í Spanish Fork.
2. Árni Pálsson, f. 8. september 1879 á Kirkjubæ, d. 14. ágúst 1920 í Spanish Fork.
3. Pauline A. Johnson, f. 3. desember 1881 i Spanish Fork, d. 28. janúar 1965.
4. Margrét Johnson, f. 3. ágúst 1884 í Spanish Fork, d. 30. september 1885 í Spanish Fork.
5. Christina Johnson, f. 7. nóvember 1886 í Spanish Fork, d. 29. janúar 1888 í Spanish Fork.
Hálfsystkini Jóhanns í föðurætt voru:
6. Nikulás Thomsen, (Nicolaj Nicolajson í brottflutningsskrá), f. 25. júní 1864. Hann var sendur til Kaupmannahafnar 1868, 4 ára.
7. Guðfinna Nikulásdóttir, (Guðfinna Nicolajsdóttir), f. 5. febrúar 1868. Hún var í Götu 1880, d. 8. apríl 1947.
8. Nikólína Thomsen, f. 12. mars 1865. Hún fór til Kaupmannahafnar 1884, til Vesturheims 1885.

Jóhann Kristján var með móður sinni í bernsku, í Frydendal 1870-1873, með móður sinni giftri á Vilborgarstöðum 1877, í húsmennsku hennar og Páls Árnasonar á Kirkjubæ 1878 og 1879.
Hann var sendur til Vesturheims frá Kirkjubæ 1880, 10 ára, í fylgd Einars Eiríkssonar á Löndum, móðurbróður síns, en móðir hans fluttist vestur árið eftir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.