Jóhann Lárus Stefánsson Austmann

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhann Lárus Stefánsson Austmann í Jóhannshúsi fæddist 26. ágúst 1871 í Vanangri og lést. 28. janúar 1919.
Foreldrar hans voru Stefán Austmann bóndi í Draumbæ, f. 6. október 1829, drukknaði, þegar Gaukur fórst við Klettsnef 13. mars 1874, og kona hans Anna Benediktsdóttir ljósmóðir, f. 24. janúar 1831, d. 11. september 1909.

Jóhann missti föður sinn, er hann var á 3. árinu. Hann ólst upp með móður sinni og tveim stjúpfeðrum, þeim Sigurði Magnússyni 1877-1879 og Pétri Péturssyni frá 1883.
Hann var í Vanangri hjá móður sinni 1880, og þar var Pétur Pétursson vinnumaður, var með henni og Pétri þar 1890, vinnuhjú hjá þeim í Péturshúsi (áður Vanangur) 1901, var leigjandi þar hjá Bergi Jónssyni og Elínu Pétursdóttur 1910.
Hann bjó í Jóhannshúsi (nú Vesturvegur 4) 1912 og 1913 með bústýruna Sigríði Guðmundsdóttur, síðar húsfreyju í Lambhaga.
Jóhann lést í Jóhannshúsi 1919, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.