Jóhanna Bjarnheiður Jónsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Bjarnheiður Jónsdóttir frá Miðgrund u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 11. mars 1920 á Mið-Grund u. Eyjafjöllum og lést 20. nóvember 1954 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jón Eyjólfsson bóndi, f. 14. apríl 1886, d. 19. febrúar 1969, og kona hans Þorgerður Hróbjartsdóttir húsfreyja, f. 27. janúar 1881, d. 10. nóvember 1957.

Móðursystkini Jóhönnu í Eyjum voru:
1. Sigríður Hróbjartsdóttir húsfreyja í Bergholti, f. 4. apríl 1882, d. 15. apríl 1953.
2. Sigurður Hróbjartsson sjómaður, útgerðarmaður á Litlalandi, f. 8. september 1883, d. 10. febrúar 1931.
3. Oktavía Hróbjartsdóttir húsfreyja á Brattlandi, f. 31. maí 1890, d. 20. desember 1977.

Jóhanna Bjarnheiður var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Gunnlaugur giftu sig og fluttu til Eyja, eignuðust fimm börn, Margréti Þóreyju á Kirkjubóli 1944, fluttu í Kópavog og eignuðust Hróbjart Jón þar 1947, en voru komin til Eyja 1950 við fæðingu Sigríðar Vigdísar 1950 og Pálínu Guðbjargar 1951 og Rannveigar Hrefnu 1952.
Jóhanna Bjarnheiður lést 1954.
Gunnlaugur hélt elsta barninu, en Hróbjartur Jón fór í fóstur að Mið-Grund u. Eyjafjöllum til móðurforeldra sinna.
Sigríður Vigdís var fóstruð hjá Jónu Öldu Illugadóttur og Páli Guðmundssyni verslunarstjóra.
Pálína Guðbjörg var fóstruð í Hlíðardal hjá skyldfólki sínu, Guðjóni Jónssyni skipstjóra og síðari konu hans Rannveigu Eyjólfsdóttur húsfreyju, en hún var föðursystir Jóhönnu.
Rannveig Hrefna fór í fóstur til Guðbjargar Guðjónsdóttur að Kvíhólma u. Eyjafjöllum, frænku sinnar.

I. Maður Jóhönnu Bjarnheiðar var Gunnlaugur Sigurðsson sjómaður frá Hruna, f. 20. maí 1921, d. 29. nóvember 1963.
Börn þeirra:
1. Margrét Þórey Gunnlaugsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 9. apríl 1944 á Kirkjubóli. Maður hennar er Hafsteinn Reynir Magnússon.
2. Hróbjartur Jón Gunnlaugsson, býr í Reykjavík, f. 20. október 1947 í Kópavogi, d. 4. mars 2023. Fyrrum sambúðarkona hans Særún Björnsdóttir.
3. Sigríður Vigdís Gunnlaugsdóttir Clark húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 22. júní 1950 á Hásteinsvegi 7. Maður hennar var Ralph Clark.
4. Pálína Guðbjörg Gunnlaugsdóttir í Eyjum, ógift, f. 18. júlí 1951 á Hásteinsvegi 7, d. 29. janúar 1984.
5. Rannveig Hrefna Gunnlaugsdóttir húsfreyja, starfsmaður á öldrunarstofnun, f. 5. nóvember 1952 að Hásteinsvegi 7. Maður hennar var Guðjón Árnason. Sambýlismaður hennar, skildu, var Vilmundur Þórir Kristinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.