Vilmundur Þórir Kristinsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Vilmundur Þórir Kristinsson.

Vilmundur Þórir Kristinsson frá Skúmsstöðum á Eyrarbakka, sjómaður, lögreglumaður, fangavörður fæddist þar 31. október 1937 og lést 9. júlí 2020 á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka.
Foreldrar hans voru Kristinn Eyjólfur Vilmundarson verkamaður, f. 2. febrúar 1911, d. 24. desemer 1945, og sambúðarkona hans Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 16. mars 1913, d. 15. desember 2013.

Börn Guðrúnar og Kristins:
1. Stúlka, f. 6. desember 1936 á Arnarhóli í V.-Landeyjum, d. sama dag.
2. Vilmundur Þórir Kristinsson sjómaður, vélstjóri, lögreglumaður, fangavörður, f. 31. október 1937 á Skúmsstöðum. Fyrrum kona hans Hallbera Valgerður Jónsdóttir. Barnsmóðir hans Lísbet Sigurðardóttir.
3. Gunnbjörg Helga Kristinsdóttir, tvíburi, húsfreyja, f. 30. september 1939 á Skúmsstöðum. Maður hennar Gísli Anton Guðmundsson.
4. Sigurður Einir Kristinsson, tvíburi, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. september 1939 á Skúmsstöðum. Fyrrum kona hans Bergþóra Jónsdóttir frá Mandal. Fyrrum kona hans Kristbjörg Sigurjónsdóttir. Sambúðarkona hans Erna Alfreðsdóttir.
5. Drengur, f. 1. ágúst 1945, dó e. 3. klst.

Vilmundur Þórir stundaði nám í vélstjórn og nám í lögreglufræðum.
Hann stundaði lengst sjómennsku, hóf hana í Eyjum 1958, var einnig lögreglumaður og fangavörður.
Þau Hallbera giftu sig 1959, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á í Stóra-Hvammi við Kirkjuveg 39, fluttu til Þorlákshafnar 1960, bjuggu þar í 2-3 ár, en síðan á Eyrarbakka í átta ár. Þá fluttu þau til Reykjavíkur. Þau skildu 1976.
Þau Lísbet giftu sig 1979, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Árbergi í Gnúpverjahreppi 1986. Þau skildu.
Þau Rannveig Hrefna Gunnlaugsdóttir giftu sig, en skildu.

I. Fyrsta kona hans, (25. desember 1959, skildu), er Hallbera Valgerður Jónsdóttir, f. 4. október 1941 í Nýjalandi við Heimagötu 26.
Börn þeirra:
1. Kristinn Gunnar Vilmundarson á Ketilvöllum í Grímsnesi, bifreiðastjóri á Selfossi, f. 5. febrúar 1959 í Eyjum. Fyrrum kona hans Jóna Björg Jónsdóttir. Sambýliskona hans Guðný Grímsdóttir.
2. Jón Ólafur Vilmundarson sjómaður, starfsmaður við þjónustu á Breiðabólstað í Ölfusi, f. 24. desember 1960 í Eyjum. Kona hans Sigrún Theodórsdóttir.
3. Valgeir Vilmundarson sjómaður á Dalvík, f. 20. desember 1963. Kona hans Sigríður Inga Ingimarsdóttir.
4. Indlaug Vilmundardóttir húsfreyja, leikskólakennari á Selfossi, f. 4. júlí 1968. Maður hennar David Karl Cassidy.
5. Þuríður Katrín Vilmundardóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Bolungarvík, f. 31. janúar 1976. Maður hennar Jón Páll Hreinsson.

II. Önnur kona hans, (1979), er Lísbet Ringsted Sigurðardóttir, f. 15. nóvember 1948. Foreldrar hennar voru Sigurður Ringsted Ingimundarson bifreiðastjóri, f. 2. maí 1912 á Ólafsfirðir, d. 5. september 2010, og kona hans Sumarrós Sigurðardóttir húsfreyja, f. 5. desember 1918, d. 28. maí 2007.
Barn þeirra:
6. Guðný Ósk Vilmundardóttir, f. 30. september 1979. Maður hennar Guðmundur Valur Pétursson.

III. Síðasta kona hans er Rannveig Hrefna Gunnlaugsdóttir, f. 5. nóvember 1952. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Sigurðsson frá Hruna, sjómaður, f. 20. maí 1921, d. 29. nóvember 1963, og Jóhanna Bjarnheiður Jónsdóttir frá Miðgrund u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 11. mars 1920, d. 20. nóvember 1954. Þau skildu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.