Jóhannes Jóhannesson (tæknifræðingur)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhannes Jóhannesson bifvélatæknifræðingur fæddist 2. september 1947 og lést 19. október 1997.
Foreldrar hans voru Jóhannes Halldórsson, f. 28. nóvember 1906, d. 21. apríl 1967, og Margrét Pálsdóttir, f. 3. ágúst 1915, d. 21. september 1960. Fósturforeldrar hans voru Anna Pálína Halldórsdóttir húsfreyja, f. 11. júlí 1916, d. 17. júlí 2002, og maður hennar Arnoddur Gunnlaugsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 25. júní 1917, d. 19. október 1995.

Jóhannes varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963, lærði bifvélavirkjun hjá Velti, síðan bifvélatæknifræði hjá Volvo í Svíþjóð.
Jóhannes vann í Bílvangi og síðan Toyota.
Þau Ólafía giftu sig, eignuðust tvö börn.
Jóhannes lést 1997.

I. Kona Jóhannesar er Ólafía Björk Davíðsdóttir, f. 21. maí 1951. Foreldrar hennar voru Davíð Haraldsson, f. 8. ágúst 1933, d. 23. maí 2018, og Agatha Heiður Erlendsdóttir, f. 20. mars 1933, d. 21. september 2015.
Börn þeirra:
1. Jóhannes Jóhannesson bifvélatæknifræðingur, f. 30. september 1971. Fyrrum kona hans Margrét Vilhjálmsdóttir.
2. Margrét Björk Jóhannesdóttir húsfreyja, leikskólastjóri, f. 15. apríl 1976. Fyrrum maður hennar Örvar Ólafsson. Maður hennar Sverrir Grétar Kristinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.