Anna Halldórsdóttir (Þönglabakka)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Anna Pálína Halldórsdóttir.

Anna Pálína Halldórsdóttir frá Þönglabakka í Þorgeirsfirði, S.-Þing., húsfreyja fæddist þar 11. júlí 1916 og lést 17. júlí 2002 á Sjúkrahúsinu í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Halldór Jónasson bóndi og sjómaður í Hlíð í Grýtubakkahreppi, S.-Þing., f. 11. september 1876 á Svínárnesi á Látraströnd, S.-Þing., d. 14. nóvember 1937, og kona hans Guðný Sigurlaug Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 2. maí 1880 á Jökulsá á Flateyjardal, S.-Þing., d. 11. ágúst 1956. Fósturforeldrar Önnu voru Páll Þorvaldur Guðbjartsson sjómaður á Sælundi í Grýtubakkahreppi, f. 16. nóvember 1887, d. 14. desember 1974, og kona hans Anna Jónasdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1884 á Bárðartjörn í Grýtubakkahreppi.

Anna lærði fatasaum á Akureyri, öðlaðist meistararéttindi.
Hún flutti til Eyja 1939, vann við saumaskap. Einnig vann hún á sjúkradeild Sjúkrahúsins í Eyjum og á saumastofu þess.
Þau Arnoddur giftu sig 1942, eignuðust eitt barn og fóstruðu tvö börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 31 við fæðingu Elísabetar 1942, á Bakkastíg 9 1972, síðan við Sólhlíð 7.
Arnoddur lést 1995 og Anna 2002.

I. Maður Önnu Pálínu, (22. maí 1942), var Arnoddur Gunnlaugsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 25. júlí 1917, d. 19. október 1995.
Barn þeirra:
1. Elísabet Arnoddsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 18. ágúst 1942. Maður hennar Erlendur G. Pétursson.
Fósturbörn þeirra:
2. Birgir Vigfússon sjómaður, stýrimaður, f. 22. júlí 1941. Hann er sonur Sigurbjargar Gunnlaugsdóttur systur Arnodds.
3. Jóhannes Jóhannesson bifvélavirki, bifvélatæknifræðingur, f. 2. september 1947, d. 19. október 1997. Hann var sonur Jóhannesar bróður Önnu Pálínu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.