Jónína Guðmundsdóttir (Langholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jónína Guðmundsdóttir húsfreyja í Langholti fæddist 19. maí 1877 og lést 31. desember 1925.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Loftsson bóndi á Hólabrekku í Laugardal í Árn., f. 1815, d. 23. nóvember 1891 og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. í nóvember 1845, d. 16. september 1912.

Jónína var með foreldrum sínum 1880 og 1890. Hún var vinnukona á Ofanleiti 1901 og þar var Einar Pálsson vinnumaður.
Þau voru vinnuhjú í Hlíðarhúsi 1902 við fæðingu Páls Júlíusar og 1903 við fæðingu Mettu. Hún var húskona í Vegg 1906 með Jónínu og 2 börn þeirra, Mettu, og Hólmfríði á 1. ári, en Páll Júlíus var í fóstri. Þau voru í Sjóbúð 1908 og enn 1910 með sömu áhöfn.
Þau Einar reistu Langholt við Vestmannabraut 48A 1911 og bjuggu þar síðan.
Eftir lát Einars 1918 bjó Jónína í fyrstu í Langholti og leigði hluta hússins. Hún bjó þar með Mettu og Hólmfríði 1921, en var farinn úr húsinu 1922 og komnir voru leigjendur. Hún var þá vinnukona hjá Viggó Björnssyni og á Breiðabliki. Þar var Metta dóttir hennar einnig vinnukona.

Maður Jónínu, (15. desember 1908), var Einar Pálsson vélstjóri, f. 5. maí 1875, d. 4. desember 1918.
Börn þeirra hér:
1. Páll Júlíus Einarsson verkamaður, vélgæslumaður í Reykjavík, f. 29. júlí 1902 í Hlíðarhúsi, d. 25. mars 1986.
2. Metta Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. september 1903 í Hlíðarhúsi, d. 5. mars 1982.
3. Hólmfríður Einarsdóttir, f. 5. desember 1906 í Vegg, d. 25. júlí 1982. Hún fluttist til Danmerkur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.