Metta Einarsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Metta Einarsdóttir frá Langholti, húsfreyja fæddist 17. september 1903 í Hlíðarhúsi og lést 5. mars 1982.
Foreldrar hennar voru Einar Pálsson sjómaður, vélstjóri, f. 5. maí 1875 á Gjábakka, d. 4. desember 1918, og kona hans Jónína Guðmundsdóttir frá Hólabrekku í Laugardal, Grímsnesi, Árn., húsfreyja, f. 19. maí 1877, d. 32. desember 1925.

Börn Jónínu og Einars:
1. Páll Júlíus Einarsson verkamaður, vélgæslumaður í Reykjavík, f. 29. júlí 1902 í Hlíðarhúsi, d. 25. mars 1986.
2. Metta Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. september 1903 í Hlíðarhúsi, d. 5. mars 1982.
3. Hólmfríður Einarsdóttir, f. 5. desember 1906 í Vegg, d. 25. júlí 1982. Hún fluttist til Danmerkur.

Börn Einars og Helgu Ólafsdóttur:
4. Lúther Einarsson sjómaður, f. 2. október 1895, drukknaði, er e.s. Áslaug frá Haugasundi fórst 24. desember 1929.
5. Gunnólfur Einarsson sjómaður á Þórshöfn, verkstjóri í Heiðarhöfn og síðar í Kumblavík og á Þórshöfn, f. 13. apríl 1899, d. 10. febrúar 1981. Kona hans Guðlaug Lárusdóttir.

Metta var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en faðir hennar lést, er hún var 15 ára.
Hún var sjúklingur á Vilborgarstöðum 1920, vinnukona á Breiðabliki 1922.
Metta flutti úr bænum.
Þau Oddur giftu sig 1923, eignuðust eitt barn, en skildu.
Oddur fórst með togaranum Garðari frá Hafnarfirði við Skotlandsstrendur 1943.
Metta giftist Jóhannesi. Þau eignuðust eitt barn. Þau bjuggu síðast í Huldulandi 18 í Reykjavík.
Metta lést 1982.
Jóhannes bjó síðast í Lönguhlíð 3. Hann lést 1988.

I. Fyrri maður Mettu, (6. júlí 1923, skildu), var Oddur Guðmundsson úr Reykjavík, vélstjóri, f. 26. júní 1899 á Gerðhömrum í Dýrafirði, d. 21. maí 1943. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristinn Bjarnason skipstjóri, f. 12. desember 1872 í Dalshúsum í Önundarfirði, d. 11. apríl 1928 í Reykjavík, og Borghildur Þorláksdóttir, f. 1853, d. 21. júlí 1905.
Barn þeirra:
1. Nína Oddsdóttir húsfeyja, f. 29. desember 1926. Maður hennar Guðni Vilmundarson.

II. Síðari maður Mettu var Jóhannes Guðmundsson sjómaður í Reykjavík, f. 17. september 1903 í Seli í Ásahreppi, Rang., d. 6. september 1988. Foreldrar hans voru Guðmundur Jóhannesson bóndi á Bala í Þykkvabæ og Seli í Ásahreppi, f. 21. júlí 1869 í Seli, d. 8. júní 1947 og kona hans Sesselja Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1873 í Króki í Ásahreppi, d. 11. febrúar 1952.
Barn þeirra:
2. Helgi Scheving Jóhannesson slökkviliðsmaður, f. 26. ágúst 1934. Kona hans Arndís Lára Kristinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.