Jón Arason prestur

From Heimaslóð
(Redirected from Jón Arason)
Jump to navigation Jump to search

Jón Arason var prestur að Ofanleiti í Vestmannaeyjum frá 1809 til 1810. Hann var fæddur að Stað í Grindavík árið 1777.
Foreldrar hans voru séra Ari Guðlaugsson, prestur að Ofanleiti, og Kristín Grímsdóttir.

Jón varð stúdent frá Reykjavíkurskóla árið 1801 og vígðist aðstoðarprestur föður síns árið 1805, en fékk veitingu fyrir Ofanleitisprestakalli árið 1809, 32 ára gamall.
Hann var mjög vel látinn af sóknarfólki sínu. Jón þjónaði prestakallinu aðeins í rúmt ár. Hann varð bráðkvaddur 10. sept 1810, einungis 33 ára að aldri.

I. Kona hans, (16. október 1802), var Þorbjörg Pétursdóttir frá Gjábakka í Vestmannaeyjum Vilhjálmssonar og konu hans Sigríðar Eiríksdóttur húsfreyju.
Þrátt fyrir stutt æviskeið Jóns eignuðust þau hjónin fimm börn en aðeins eitt þeirra komust upp.
Börnin voru:
1. Ástríður Jónsdóttir, f. 7. maí 1803, húsfreyja í Þormóðsdal, gift Jóni Magnússyni, fyrri kona hans.
2. Eiríkur Jónsson, f. 13. júní 1805, d. 30. júní 1805 úr ginklofa.
3. Sigurður Jónsson, f. 19. september 1806, d. 6. september 1806 úr ginklofa.
4. Eiríkur Jónsson, f. 18. apríl 1808. Hann hefur líklega dáið ungur.
5. Þuríður Jónsdóttir, f. 14. nóvember 1810 að föður sínum látnum, d. 23. nóvember 1810 úr „þrringslum í querrkum“, líklega stífkrampi (ginklofi).


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar gegnum aldirnar. Guðlaugur Gíslason. Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1982.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.