Kristín Grímsdóttir (Ofanleiti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristín Grímsdóttir húsfreyja og prestkona að Ofanleiti fæddist 1732 og lést 19. nóvember 1807.
Foreldrar hennar voru Grímur Grímsson bóndi á Stóru-Giljá í A-Húnavatnssýslu, lögréttumaður, lögsagnari og sýslumaður um skeið, f. um 1699, og kona hans Málfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1698.

Kristín og Ari voru presthjón á Stað í Grindavík 1774-1778, í Selvogsþingum 1788-1789 og að lokum í Eyjum frá 1789.
Kristín lést 1807 og Ari hálfu öðru ári síðar 1809.

Maður Kristínar, (30. júní 1774), var sr. Ari Guðlaugsson prestur að Ofanleiti, f. 1740, d. 17. júlí 1809.
Börn hér:
1. Halldóra Aradóttir húsfreyja, f. um 1775, d. 6. september 1800.
2. Jón Arason prestur á Ofanleiti, f. 1780, d. 10. september 1810.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Lögréttumannatal. Sögurit. Einar Bjarnason. Sögufélag gaf út. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1952-1955.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.