Jón E. Böðvarsson (verkfræðingur)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jón Einar Böðvarsson.

Jón Einar Böðvarsson frá Stakkagerði, iðnaðarverkfræðingur, forstöðumaður fæddist þar 27. júlí 1936.
Foreldrar hans voru Böðvar Jónsson frá Háagarði, þá verkamaður í Stakkagerði, síðar verksmiðjustjóri og kaupsýslumaður í Reykjavík, f. 8. desember 1911 í Holti í Álftaveri, V-Skaft., d. 18. febrúar 1997, og kona hans Steinunn Ágústa Magnúsdóttir frá Dal, húsfreyja, f. þar 9. ágúst 1912, d. 24. júní 1960.

Jón var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1938.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1957, lauk B.Sc-prófi í iðnaðarverkfræði og stjórnun í New York University 1961.
Jón var verkfræðingur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1961-1962, hjá Vinnufatagerð Íslands hf. 1962-1963, ráðgjafarverkfræðingur í Reykjavík 1963-1965.
Hann var verkfræðingur hjá Fashion Park Inc. í Rochester í Bandaríkjunum 1965, hjá L.Greif & Bro í Baltimore þar 1966-1968, yfirverkfræðingur þar 1968-1970, deildarverkfræðingur við iðnverkfræðideild fyrirtækisins 1970-1974 og framkvæmdastjóri verkfræði- og viðhaldsþjónustu fyrirtækisins 1974.
Jón Einar var deildarstjóri fjárlaga- og hagsýsludeildar fjármálaráðuneytisins 1974-1983.
Þá var hann framkvæmdastjóri byggingarnefndar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli 1983-1987, forstjóri Ratsjárstofnunar frá 1987-2006, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli 2007. Hann var fulltrúi utanríkisráðuneytisins við brottflutning bandaríska hersins.
Hann var stundakennari við Tækniskóla Íslands 1974-1983.
Þau Arndís Sigríður giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Jóns Einars, (28. október 1961), er Arndís Sigríður Árnadóttir húsfreyja, bókasafnsfræðingur, innanhússhönnuður, f. 12. nóvember 1940 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Árni Tryggvason lögfræðingur, sendiherra, f. 2. ágúst 1911 í Reykjavík, d. 25. september 1985, og kona hans, (skildu), Guðbjörg Pálsdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1915 í Reykjavík, d. 15. ágúst 1992.
Börn þeirra:
1. Böðvar Jónsson rafmagnsverkfræðingur á Írlandi, f. 8. desember 1966 í Reykjavík. Hann er ókvæntur.
2. Ágústa Jónsdóttir, f. 28. maí 1969 í Bandaríkjunum, býr í Noregi. Hún er með MBA-próf og vinnur fyrir Econor, norska olíufyrirtækið. Maður hennar Árni Júlíus Rögnvaldsson.
3. Einar Örn Jónsson garðyrkjufræðingur, f. 28. október 1975 í Reykjavík. Kona hans Halla Leonhardsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Jón Einar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.