Jón Eiríksson (skattstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jón Eiríksson.

Jón Eiríksson frá Hesti í Borgarfirði, lögfræðingur, skattstjóri fæddist 14. mars 1916 í Reykjavík og lést 21. október 1997 á Akranesi.
Foreldrar hans voru Eiríkur Valdemar Albertsson frá Torfmýri í Akrahreppi, Skagaf., dr. theol., prestur, prófastur, skólastjóri, umsjónarmaður héraðsnbókasafns Borgfirðinga, í útgáfunefnd Héraðssögu Borgarfjarðar I-III, f. 7. nóvember 1887, d. 11. október 1972, og kona hans Sigríður Björnsdóttir frá Miklabæ í Skagafirði, húsfreyja, kennari, í bygginganefnd kvennaskólans á Varmalandi í Borg., varaborgarfulltrúi í Reykjavík, þátttakandi í baráttufélögum kvenna og Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík, f. 5. júní 1891, d. 31. maí 1975.

Jón var með foreldrum sínum.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1937, lauk lögfræðiprófum í Háskóla Íslands 1943, fékk réttindi héraðsdómslögmanns 13. október 1950.
Jón gegndi ýmsum ritara- og fulltrúastörfum í Reykjavík, varð skattstjóri í Eyjum 1945 og gegndi til 1962, varð þá skattstjóri fyrir Vesturland með aðstur á Akranesi og gegndi til 1986.
Jón var einn af stofnendum Tónlistarfélags Vestmannaeyja og formaður þess til 1961, forseti Rótaryklúbbs Vestmannaeyja 1957-1958, formaður Skattstjórafélags Íslands frá stofnun 1960-1968.
Hann ritaði m.a. tvo þætti í bókina ,,Ár og dagur í víngarði drottins“ og hafði einnig umsjón með útgáfu þeirrar bókar ásamt systkinum sínum.
Þau Anna Guðrún giftu sig 1941, eignuðust eitt barn og Jón fóstraði barn hennar frá fyrra hjónabandi. Þau bjuggu á Grímsstöðum við Skólaveg 27, síðan á Heimagötu 25.
Anna Guðrún lést 1952.
Þau Bergþóra giftu sig 1953, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Heimagötu 25, fluttu til Akraness 1962, bjuggu síðast í Jörundarholti 148.
Jón lést 1997.
Bergþóra bjó síðast á Bjarkargrund 12 á Akranesi. Hún lést 2004.

I. Kona Jóns, (11. október 1941), var Anna Guðrún Jónsdóttir frá Reykjavík, f. 29. júlí 1909, d. 11. janúar 1952.
Barn þeirra:
1. Þorbjörg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, kennari, f. 22. júní 1942. Fyrrum maður hennar Edvard S. Ragnarsson. Maður hennar Símon Ólason.
Barn Önnu Guðrúnar frá fyrra hjónabandi sínu og fósturbarn Jóns:
2. Halldór Gunnlaugsson, f. 27. desember 1930, d. 16. nóvember 1977.

II. Kona Jóns, (17. október 1953), var Bergþóra Guðjónsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, saumakona, forstöðumaður, f. 21. apríl 1919, d. 30. júní 2004 á Akranesi.
Börn þeirra:
1. Sigríður Jónsdóttir viðskiptafræðingur, f. 5. febrúar 1954. Maður hennar Björn Lárusson.
2. Halldóra Jónsdóttir bókasafnsfræðingur, f. 27. október 1955. Maður hennar Valentínus Ólason.
3. Guðjón Jónsson verkfræðingur, f. 7. september 1957. Kona hans Sigurlaug Vilhelmsdóttir.
4. Eiríkur Jónsson viðskiptafræðingur, f. 27. maí 1959. Kona hans Sigrún Ragna Ólafsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 29. október 1997. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Æviskrár samtíðarmanna. Torfi Jónsson. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins s.f. 1982-1984.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.