Jóna Sigurborg Jónsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jóna Sigurborg Jónsdóttir.

Jóna Sigurborg Jónsdóttir húsfreyja og verkakona fæddist 5. jan. 1903 á Eyri í Mjóafirði eystra og lést 2. maí 1996.
Faðir hennar var Jón húsmaður og sjómaður í Holti og víðar í Mjóafirði, f. 8. mars 1868 að Görðum á Dalakálki í Mjóafirði, d. að Melum þar 31. desember 1902, Árnason bónda á Grund í Mjóafirði 1860, síðan í Görðum á sömu jörð (reisti þann bæ), f. 13. mars 1829, d. 15. mars 1888, Jónssonar bónda á Grund, f. 5. apríl 1788, d. 12. júlí 1866, Torfasonar, og fyrri konu Jóns Torfasonar, Rósu húsfreyju, f. 1795, d. 20. janúar 1833, Guðmundsdóttur.
Móðir Jóns Árnasonar í Holti og kona Árna á Grund (20. október 1856) var Guðleif húsfreyja á Grund og Görðum í Mjóafirði, ekkja, bústýra á Asknesi og Kolableikseyri í Mjóafirði hjá Árna syni sínum, niðursetningur á Kross-Stekk þar 1910, f. 4. október 1834, d. 8. desember 1915, Eiríksdóttir bónda á Sörlastöðum í Seyðisfirði 1835, f. í Brekkugerði á Héraði, d. 1861, Magnússonar og konu Eiríks, Guðrúnar „eldri“ Guðmundsdóttur húsfreyju frá Kasthvammi í Laxárdal í S-Þing., f. 1792, d. 1873.

Móðir Jónu Sigurborgar og kona Jóns Árnasonar var Sigríður vinnukona í Húsavík í N-Múl. 1890, húskona í Holti í Mjóafirði 1897-1898 og með Jóni 1901-1902, flutti ekkja til Eyja 1911, leigjandi í Múla 1920, dvaldi síðast hjá Nikólínu dóttur sinni, f. 18. desember 1867 að Rofabæ í Meðallandi, V-Skaft., d. 23. ágúst 1948, Ólafsdóttir „yngri“ bónda í Rofabæ, ókvænts vinnumanns í Rofabæ 1860, f. 6. júlí 1841, d. 9. júní 1891, Ólafssonar bónda í Seglbúðum í Landbroti 1845, f. 3. júlí 1802, d. 20. febrúar 1864, Ólafssonar og seinni konu Ólafs í Seglbúðum, Önnu húsfreyju í Seglbúðum 1845, f. 2. apríl 1809, d. 8. nóvember 1904, Eyjólfsdóttur húsfreyju, Þórarinssonar.
Móðir Sigríðar Ólafsdóttur og fyrri kona Ólafs í Rofabæ var Vilborg húsfreyja, f. 1837, d. 18. júní 1869, Jónsdóttir „Landeyings“ bónda, læknis, vinnumanns og smiðs, fræðimanns og mikils sögumanns, í Vatnshól í A-Landeyjum, í Norðurgarði í Eyjum, og Gerði, Mýrdal, Meðallandi og Hofi í Öræfum, f. 18. september 1790 í Voðmúlastaðahjáleigu í Landeyjum, d. 14. mars 1877 á Hnappavöllum, Höskuldssonar bónda á Búðarhól í A-Landeyjum, f. 8. júní 1767 í Oddakoti þar, d. 21. nóvember 1856 á Búðarhól, og fyrri konu Höskuldar á Búðarhól (2. ágúst 1790), Snjálaugar húsfreyju, f. 1763, d. 31. mars 1809, Gísladóttur.
Móðir Vilborgar og barnsmóðir Jóns „Landeyings“ var Vilborg ógift bústýra Sveins Einarssonar bónda í Efri-Ey í Meðallandi 1855, í Rofabæ 1860 og 1870, f. 17. ágúst 1801, d. 28. maí 1876, Einarsdóttir bónda í Rofabæ, f. 1776, d. 5. júlí 1852, Eiríkssonar, og konu Einars í Rofabæ, Kristínar húsfreyju, f. 1767, d. 30. júlí 1843, Ólafsdóttur.

Systir Jónu Sigurborgar var Nikólína Jónsdóttir húsfreyja og leikkona á Ásbrún, (Hásteinsvegi 4), f. 15. júlí 1900, d. 4. ágúst 1958.

Jóna Sigurborg fæddist eftir lát föður síns. Móðir hennar varð að koma börnum sínum fyrir hjá vandalausum. Jóna Sigurborg var vinnukona á Grund í Mjóafirðir 1920.
Þau Jón Ingvar giftu sig 1930 og bjuggu fyrstu 4 árin á Grund.
Sumarið 1934 réðst Jón vitavörður að Sauðanesi við Siglufjörð og bjuggu þau þar til ársins 1953, en fluttu þá til Siglufjarðar.
Árið 1957 fluttust þau til Eyja og bjuggu þar síðan.
Jón Ingvar lést 1970 og Jóna Sigurborg 1996.

Maður Jónu Sigurborgar, (9. janúar 1930), var Jón Ingvar Helgason vitavörður, f. 25. apríl 1896, d. 11. febrúar 1937.
Börn þeirra voru:
1. Sveinn Jónsson rennismiður og vélvirki, f. 19. október 1931, d. 6. apríl 2005.
2. Ingibjörg Jónsdóttir, f. 28. nóvember 1933, d. 23. desember 1934.
3. Helga Jónsdóttir húsfreyja í Grindavík, f. 28. nóvember 1933, d. 17. ágúst 1972.
4. Ólafur Jónsson, f. 4. febrúar 1936, d. 26. mars 1937.
Fósturbörn þeirra:
5. Haflína Ásta Ólafsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1932.
6. Halldór Pálsson vélstjóri, f. 10. apríl 1939, d. 29. september 2014.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.