Jón Jónsson (Svaðkoti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Jónsson öryrki í Svaðkoti og síðan í Nýjabæ fæddist 28. maí 1878 og lést 13. ágúst 1930.
Faðir hans var Jón bóndi og formaður í Hallgeirsey, f. 2. október 1835, drukknaði við Eyjar 25. mars 1893, Brandsson bónda á Syðri-Úlfsstöðum, f. 1798 á Gaddstöðum á Rangárvöllum, d. 7. janúar 1865, Eiríkssonar bónda á Gaddstöðum og í Fróðholtshjáleigu á Rangárvöllum, skírður 26. október 1775, d. 1. júli 1833, Jónssonar og konu Eiríks (2. október 1794), Ingibjargar húsfreyju, f. 1760, d. 3. febrúar 1839, Þórarinsdóttur.
Móðir Jóns Brandssonar og kona Brands Eiríkssonar var Guðrún húsfreyja, f. 10. nóvember 1794, d. 23. október 1870, Jónsdóttir bónda á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, skírður 22. apríl 1757, d. 13. desember 1824, Þorgilssonar og konu Jóns á Rauðnefsstöðum, Ingveldar húsfreyju, skírð 1. apríl 1762, d. 13. júlí 1834, Guðmundsdóttur.

Móðir Jóns í Svaðkoti og kona Jóns Brandssonar var Guðrún húsfreyja í Hallgeirsey, síðar (frá 1903) í Svaðkoti, f. 30. nóvember 1832, d. 1913, Bergsdóttir vinnumanns í Drangshlíð, f. 13. febrúar 1811, Daníelssonar bónda í Miðeyjarhólmi, skírður 15. febrúar 1777, d. 22. apríl 1845, Bjarnasonar og konu Daníels, Guðnýjar Bergþórsdóttur húsfreyju, f. 1767, d. 1840.
Móðir Guðrúnar í Svaðkoti og barnsmóðir Bergs var Steinvör, síðar húsfreyja í Hallgeirsey, skírð 9. mars 1800, d. 21. september 1882 í Hallgeirsey, Guðmundsdóttir bónda í Strandarhjáleigu o.v., f. 1754 í Ketilhúshaga, d. 8. október 1829, Oddssonar, og konu Guðmundar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1754, d. 16. nóvember 1830, Hallsdóttur.

Systkini Jóns voru
1. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Hallgeirsey, Svaðkoti og Suðurgarði f. 20. janúar 1866, d. 20. mars 1953, gift Jóni Guðmundssyni bónda.
2. Guðbrandur Jónsson, f. 26. október 1869, d. 24. febrúar 1870.
3. Steinvör Guðrún Jónsdóttir tvíburi, húsfreyja í Nýjabæ, f. 10. janúar 1873, d. 6. febrúar 1942. Maður hennar var Jónas Helgason bóndi.
4. Guðrún Guðný Jónsdóttir tvíburi, vinnukonu í Þorlaugargerði, f. 10. janúar 1873, d. 9. september 1957.

Jón var með foreldrum sínum meðan beggja naut við. Faðir hans drukknaði er hann var tæpra 15 ára. Hann fylgdi síðan móður sinni, var með henni í Landeyjum og síðan í Svaðkoti með henni hjá Ingibjörgu Jónsdóttur og Jóni Guðmundssyni, en eftir lát móður sinnar dvaldi hann hjá Steinvöru systur sinni í Nýjabæ.
Jón var andlega þroskaheftur, svo skráður hjá presti við húsvitjanir („idiot“).
Jón lést 1930.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.