Jónas Guðmundsson (Landakoti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigfús Jónas Guðmundsson frá Krosshúsum í Flatey á Skjálfanda, S.-Þing., sjómaður, vélstjóri, verkstjóri, verslunarstjóri fæddist þar 1. ágúst 1921 og lést 21. september 1993.
Foreldrar hans voru Guðmundur Karl Jónsson frá Kaðalsstöðum í Fjörðum, S.-Þing., bóndi og útgerðarmaður, f. 27. janúar 1880, d. 11. júlí 1956, og kona hans María Jónasdóttir frá Vík á Flateyjardal, S.-Þing., húsfreyja, f. 21. nóvember 1884, d. 30. desember 1965.

Jónas var með foreldrum sínum í æsku. Hann vann snemma við útgerð, uppstokkun og beitningu og síðan sjósókn.
Hann kom tvítugur til Eyja, var sjómaður í tuttugu ár, tók vélstjórapróf á þeim árum, var í fyrstu á Skúla fógeta og síðast á Stíganda.
Jónas var verkstjóri hjá Fiskiðjunni 1961-1973, vann um skeið hjá Viðlagasjóði í Reykjavík 1973, sneri til Eyja á árinu og vann hjá Kaupfélaginu, var verslunarstjóri í timbursölunni.
Jónas var m.a. í stjórn Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Hann var heiðursfélagi Norðlendingafélagsins í Vestmannaeyjum og sat þar í stjórn í 25 ár. Virkur var hann í Framsóknarfélagi Vestmannaeyja og þar í stjórn. Hann var mjög söngelskur og var m.a. í Samkór Vestmannaeyja og í Kór Landakirkju í 19 ár. Hann var varamaður í sóknarnefnd, einnig endurskoðandi í mörg ár hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyinga og ábyrgðarmaður hjá Sparisjóði Vestmannaeyja.
Jónas eignaðist barn með Helgu 1947.
Þau Sara giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Framnesi, en keyptu Landakot 1953 og bjuggu þar síðan.
Sigfús Jónas lést 1993.

I. Barnsmóðir Jónasar var Helga Valtýsdóttir frá Hvoli við Heimagötu og Kirkjufelli, síðar húsfreyja og póstur í Garðabæ, f. 21. júlí 1928, d. 19. apríl 2020.
Barn þeirra:
1. Ásta María Jónasdóttir húsfreyja, f. 22. október 1947 á Kirkjufelli. Maður hennar Hallgrímur Júlíusson.

II. Kona Sigfúsar Jónasar, (21. desember 1952), var Sara Stefánsdóttir frá Hrísey í Eyjafirði, f. 22. apríl 1932, d. 5. mars 2003.
Börn þeirra:
2. Stefán Óskar Jónasson verkstjóri, f. 9. desember 1953 í Landakoti. Kona hans Sigurlaug Grétarsdóttir.
3. Guðmundur Karl Jónasson, býr í Reykjavík, f. 11. júní 1958 í Landakoti, ókvæntur.
4. Anna María Jónasdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. júlí 1961. Maður hennar Jóhann Elfar Valdimarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.