Hallgrímur Júlíusson (netagerðarmeistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hallgrímur Júlíusson netagerðarmeistari fæddist 25. maí 1946 á Grímsstöðum.
Foreldrar hans voru Júlíus Hallgrímsson frá Þingeyri netagerðarmeistari, f. 20. ágúst 1921 í Sætúni, d. 20. mars 2011, og kona hans Þóra Haraldsdóttir frá Grímsstöðum, f. 4. apríl 1925 í Litla-Gerði, d. 13. apríl 2001.

Börn Þóru og Júlíusar:
1. Hallgrímur Júlíusson netagerðarmeistari, f. 25. maí 1946 á Grímsstöðum. Kona hans er Ásta María Jónasdóttir.
2. Haraldur Júlíusson netagerðarmeistari, f. 11. september 1947 á Grímsstöðum. Kona hans er Valgerður Magnúsdóttir.
3. Andvana stúlka, f. 12. ágúst 1966.

Hallgrímur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963, lauk Iðnskólanum og varð sveinn í netagerð 1968, fékk meistarabréf 19. október 1976.
Hallgrímur var félagi í Neti ehf. með föður sínum og fleiri. Það ráku þeir frá 1976-2016, er fyrirtækið var selt.
Þau Ásta María giftu sig 1969, eignuðust þrjú börn. Þau byggðu húsið við Hrauntún 21 og hafa búið þar síðan.

I. Kona Hallgríms, (6. desember 1969), er Ásta María Jónasdóttir frá Kirkjufelli, húsfreyja, f. þar 22. október 1947.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Hallgrímsson, f. 13. september 1969. Kona hans Ingibjörg Valsdóttir.
2. Júlíus Hallgrímsson, f. 10. mars 1973. Kona hans Kristjana Ingólfsdóttir.
3. Þóra Hallgrímsdóttir, f. 14. janúar 1976. Sambýlismaður hennar Helgi Bragason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.