Jenný Guðmundsdóttir (Mosfelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jenný Guðmundsdóttir húsfreyja á Mosfelli fæddist 23. janúar 1879 á Bakka í A-Landeyjum og lést 14. apríl 1985.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Diðriksson vinnumaður, f. 8. nóvember 1839, drukknaði 25. mars 1893, og bústýra hans Kristín Jónsdóttir, síðar saumakona í Breiðholti og á Mosfelli, f. 24. september 1853, d. 4. júlí 1942.

Börn Kristínar og Guðmundar Diðrikssonar voru:
1. Jenný Guðmundsdóttir húsfreyja á Mosfelli, f. 23. janúar 1879, d. 14. apríl 1985, kona Jóns Guðmundssonar bónda.
2. Oktavía Guðmundsdóttir sjúkrahússstarfsmaður, f. 12. október 1880, d. 17. mars 1905.
3. Oddný Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja á Stórólfshvoli, f. 20. maí 1889, d. 1. desember 1985, kona Helga Jónassonar læknis og alþingismanns.
4. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Lambhaga, f. 10. ágúst 1891, d. 14. október 1916, kona Arnfinns Antoníusarsonar.
5. Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. mars 1893, d. 23. júlí 1976, kona Hallbjörns Halldórssonar prentsmiðjustjóra. Hálfbróðir Guðmundarbarnanna, samfeðra, var
3. Guðmundur Guðmundsson verkamaður í Hrísnesi, f. 26. ágúst 1867, d. 24. febrúar 1950. Hann var sonur Sigríðar Árnadóttur bónda í Rimakoti Pálssonar, en Sigríður var fyrri bústýra Guðmundar Diðrikssonar.

Jenný var með Kristínu móður sinni hjá foreldrum hennar á Bakka 1880, með henni og föður sínum Guðmundi vinnumanni þar 1890.
Þau Jón Guðmundsson eignuðust Kristin 1899, voru vinnuhjú á Skækli (Guðnastöðum) í A-Landeyjum 1901.
Þau giftu sig 1902 og fluttust til Eyja 1903 með Kristin son sinn, bjuggu á Garðstöðum 1906, og 1907 með Kristni og Sigríði systur Jennýjar.
Jón og Jónatan Snorrason reistu Breiðholt 1908. Leifur Þórðarson kom til þeirra í fóstur 1908 og Þórður Arnfinnsson 1916. 1917 var Sigríður Friðriksdóttir komin til þeirra. Þau voru komin að Mosfelli 1919 með Kristin son sinn og fósturbörnin Sigríði, Þórð og Leif. Hjá þeim var Kristín Jónsdóttir móðir Jennýjar, sem komið hafði til þeirra 1908.
Jón lést 1927.
Jenný bjó ekkja á Mosfelli 1930 með móður sinni og hjónunum Sigríði og Halldóri Halldórssyni.
Hún bjó enn á Mosfelli 1940 með Jóni Kristinssyni sonarsyni sínum og leigjendunum Ólafi Sigurðssyni frá Vindási og fjölskyldu.
Þar var hún enn 1945 í skjóli Kristins sonar síns og var þar til 1969, er Kristinn lést. Þá fór hún til Jóns sonarsonar síns og fluttist með honum til Reykjavíkur. Hún var síðast á Vífilsstöðum, lést 1985, var jarðsett að Görðum á Álftanesi.

Maður Jennýjar, (19. október 1902), var Jón Guðmundsson útgerðarmaður, sjómaður, bóndi, f. 25. september 1879 í Fljótshlíð, d. 18. febrúar 1927.
Barn þeirra var
1. Kristinn Jónsson bóndi, póstur á Mosfelli, f. 26. maí 1899 á Skækli (Guðnastöðum) í A-Landeyjum, d. 13. júní 1969.
Fósturbörn þeirra voru:
2. Leifur Þórðarson, f. 19. júní 1907, d. 4. maí 1930.
3. Þórður Arnfinnsson, f. 14. apríl 1914, d. 13. desember 1966. Hann var systursonur Jennýjar.
4. Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja og fiskverkakona, verkstjóri, f. 3. júlí 1908, d. 28. febrúar 2011.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.