Kristín Karítas Þórðardóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristín Karítas Þórðardóttir húsfreyja, talsímakona, myndlistarmaður fæddist 18. mars 1941 í Fagradal við Bárustíg 16B og lést 20. desember 2000 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Þórður Halldór Gíslason netagerðarmeistari, meðhjálpari, f. 20. júní 1898 á Eyrarbakka, d. 17. mars 1993 í Eyjum, og kona hans Jónína Guðjónsdóttir frá Sandfelli, húsfreyja, f. 25. febrúar 1903 u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1993.

Börn Jónínu og Þórðar:
1. Ingveldur Jónína Þórðardóttir húsfreyja, f. 1. október 1922 á Dyrhólum, d. 2. febrúar 2012. Maður hennar var Rútur Snorrason.
2. Hallgrímur Þórðarson netagerðarmeistari, f. 7. febrúar 1926 á Grímsstöðum, d. 8. október 2013. Kona hans var Guðbjörg Einarsdóttir.
3. Ellý Björg Þórðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður, matráðskona, f. 13. apríl 1936 á Bárustíg 18, d. 24. desember 2003. Fyrri maður hennar Hreinn Svavarsson. Síðari maður hennar Tryggvi Maríasson.
4. Kristín Karítas Þórðardóttir húsfreyja, talsímavörður, f. 18. mars 1941 í Fagradal, d. 20. desember 2000. Maður hennar Einar Norðfjörð.

Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var talsímavörður um skeið, stundaði myndlist, skapaði málverk allskonar, veggmálverk, myndir á rekavið og teikningar.
Þau Einar giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu síðast að Ósabakka 11 í Reykjavík.
Kristín Karítas lést 2000.

I. Maður Kristínar er Einar Guðberg Norðfjörð framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs á Seltjarnarnesi, f. 10. júní 1943. Foreldrar hans voru Einar Norðfjörð Jónsson frá Stapakoti í Innri-Njarðvík, húsasmíðameistari, f. 23. mars 1915, d. 13. júlí 1976, og kona hans Sólveig Sigurlilja Guðmundsdóttir frá Löndum á Miðnesi, húsfreyja, f. 3. september 1916, d. 15. febrúar 2008.
Börn þeirra:
1. Einar Þór Einarsson, f. 20. desember 1967. Kona hans Margrét Sif Andrésdóttir.
2. Sólveig Einarsdóttir, f. 1. nóvember 1971. Sambýlismaður Guðmundur M. Sigurðsson.
3. Þórður Einarsson, f. 13. september 1974. Sambúðarkona hans Guðrún Hulda Ólafsdóttir.
4. Bergsteinn Ólafur Einarsson, f. 26. janúar 1981.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 30. desember 2000. Minning.
  • Morgunblaðið 7. mars 2008. Minning Sólveigar Sigurlilju.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.