Kristinn Jónsson (Drangey)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Andrés Kristinn Jónsson frá Hávarðsstöðum í Þistilfirði, verkamaður, sjómaður, útgerðarmaður, kaupmaður, verslunarmaður fæddist þar 28. janúar 1886 og lést 1. ágúst 1967 í Reykjavík.

Kristinn var með foreldrum sínum, á Hávarðsstöðum 1901.
Hann var aðkomandi í Stakkahlíð 1910.
Kristinn var útgerðarmaður á Bakkafirði um skeið, var eyrarvinnumaður hjá verslun Gísla J. Johnsen 1920, verkamaður 1927, útgerðarmaður 1934, kaupmaður, síðar verslunarmaður í Reykjavík.
Þau Helga giftu sig 1918, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Bakkafirði, fluttu til Eyja 1919. Þau bjuggu Þorlaugargerði, á Ofanleiti, í Drangey við Kirkjuveg 84 og í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41. Þau fluttu til Reykjavíkur 1939, bjuggu síðast í Skipasundi 46.
Kristinn lést 1967.

I. Kona Kristins, (1918), var Helga Jónsdóttir frá Njarðvík á Borgarfirði eystra, húsfreyja, f. 1. janúar 1896, d. 10. desember 1989.
Börn þeirra:
1. Áróra Kristinsdóttir, f. 19. ágúst 1918 á Bakkafirði, d. 3. apríl 1958.
2. Mínerva Kristinsdóttir, f. 8. september 1919 á Bakkafirði, d. 18. apríl 2003.
3. Iðunn Kristinsdóttir, f. 7. nóvember 1920 í Eyjum, d. 19. nóvember 1991.
4. Jón Kristinsson, f. 5. febrúar 1925 í Eyjum, d. 24. ágúst 2013.
5. Halldór Kristinsson, f. 24. nóvember 1930 í Eyjum, d. 31. júlí 2013.
6. Sólveig Kristinsdóttir, f. 2. janúar 1934 í Eyjum, d. 21. desember 2018.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.