Kristján Bogason (Hlíðarhúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Kristján Bogason.

Kristján Bogason frá Hlíðarhúsi við Miðstræti 5b, rafvirkjameistari fæddist 24. maí 1948 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Bogi Jóhannsson rafvirkjameistari, f. 30. september 1920, d. 20. maí 2007 í Kópavogi, og kona hans Halldóra Guðrún Björnsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, ljósmóðir, f. þar 5. júlí 1921, d. 4. júní 2009 í Kópavogi.

Börn Halldóru og Boga:
1. Jóhanna Sigríður Bogadóttir myndlistarmaður, f. 8. nóvemer 1944. Fyrrverandi maki Brynjar Viborg.
2. Eiríkur Bogason rafvirki, rafmagnstæknifræðingur, veitustjóri, framkvæmdastjóri, f. 24. janúar 1947, d. 23. mars 2018. Kona hans Guðbjörg Ólafsdóttir.
3. Kristján Bogason rafvirkjameistari, f. 24. maí 1948. Kona hans Jóhanna Emilía Andersen.
4. Soffía Bogadóttir, f. 13. júlí 1950, d. 27. júlí 1957.
5. Svava Bogadóttir kennari, skólastjóri í Vogum, f. 30. maí 1954. Fyrri maður hennar Hreinn Sigurðsson. Síðari maður Kristján Bjarnason.
6. Andvana drengur, f. 13. september 1959.
7. Gunnar Bogason sjómaður, f. 15. ágúst 1961. Fyrri maki Kathleen Valborg Clifford, síðari maki Bergþóra Aradóttir.

Kristján var með foreldrum sínum.
Hann varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum, lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1971. Meistari var Bogi Jóhannsson. Hann lauk löggildingarnámskeiði í Tækniskóla Íslands.
Hann vann hjá Neista hf., Rafvirkni sf. og hjá Tryggva Þórhallssyni, síðar hjá Raftengi. Þau Jóhanna Emilía ráku Verslunina Rafeind í Eyjum og ráku hana um skeið.
Hann stofnaði Rafneista hf. í Reykjavík 2004, vann sjálfstætt.
Þau Jóhanna Emilía giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Hlíðarhúsi, í Blokkinni við Hásteinsveg, í Stóra-Hvammi, byggðu við Hrauntún 49, bjuggu þar til 1975, en fluttu á Heiðarveg 13, fluttu þaðan til Reykjavíkur 1988, búa nú í Hraunbæ.

I. Kona Kristjáns, (13. desember 1969), er Jóhanna Emilía Andersen húsfreyja, f. 4. júlí 1944 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Emil Þór Kristjánsson sjómaður, véla- og orkutæknifræðingur í Kópavogi, f. 28. febrúar 1968. Kona hans Stacy Kristjánsson.
2. Gauti Kristjánsson, (kjörbarn þeirra), rafvirki í Reykjavík, f. 3. júní 1985. Fyrrum kona hans Snædís Kristleifsdóttir.
3. Sara Kristjánsdóttir, (kjörbarn þeirra), leikskólakennari, f. 6. júní 1985. Sambúðarmaður hennar Gunnar Örn Sveinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kristján.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.