Bogi Jóhannsson (Hlíðarhúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Bogi Jóhannsson.

Bogi Jóhannsson frá Hlíðarhúsi, rafvirkjameistari fæddist þar 30. september 1920 og lést 20. maí 2007 á hjúkrunarheimlinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Jóhann Gíslason frá Híðahúsi, verkamaður, f. 16. júlí 1883, d. 1. mars 1944, og sambýliskona hans Sigríður Bergsdóttir frá Varmahlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 27. júní 1878, d. 13. febrúar 1963.

Börn Sigríðar með Jóhanni Gíslasyni:
1. Gísli Friðrik múrarameistari í Reykjavík, fæddur 22. janúar 1906, dáinn 4. nóvember 1980.
2. Bogi rafmeistari í Neista í Eyjum, fæddur 30. september 1920, dáinn 20. maí 2007.
Barn Sigríðar með Jóni Einarssyni útgerðarmanni á Faxastíg 15, Höfðabrekku, f. 5. apríl 1885, d. 26. febrúar 1978:
3. Karl Jónsson íþróttafrömuður, málari, trésmiður, f. 15. júlí 1909, d. 12. júlí 1995.

Bogi var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam rafvirkjun hjá Bræðrunum Ormsson og í Iðnskólanum í Reykjavík.
Bogi flutti aftur til Eyja 1944 og vann hjá rafmagnsverkstæði Haraldar Eiríkssonar til 1947, er þeir Brynjúlfur Jónatansson stofnuðu rafmagnsverkstæðið Neista, sem sinnti öllu, sem snerti rafmagn, frá smæstu heimilistækjum til stórra rafkerfa og fyrirtækja. Þeir ráku Neista til 1996.
Meðan á Gosinu stóð ráku þeir verkstæðið í Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjavík. Þau Halldóra giftu sig 1944, eignuðust sjö börn, en eitt þeirra fæddist andvana og annað lést sjö ára. Þau bjuggu í Hlíðarhúsi í byrjun í fjórtán ár, þá í húsi sínu við Heiðarveg 64 til ársins 1997.
Þau fluttu til Kópavogs 1997, bjuggu á Furugrund 60.
Bogi og Halldóra dvöldu síðustu ár sín í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Bogi lést 2007 og Halldóra Guðrún 2009.

I. Kona Boga, (14. október 1944), var Halldóra Guðrún Björnsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, ljósmóðir, f. 5. júlí 1921, d. 4. júní 2009.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Sigríður Bogadóttir myndlistarmaður, f. 8. nóvemer 1944. Fyrrverandi maki Brynjar Viborg.
2. Eiríkur Bogason rafvirki, rafmagnstæknifræðingur, veitustjóri, framkvæmdastjóri, f. 24. janúar 1947, d. 23. mars 2018. Kona hans Guðbjörg Ólafsdóttir.
3. Kristján Bogason rafvirkjameistari, f. 24. maí 1948. Kona hans Jóhanna Emilía Andersen.
4. Soffía Bogadóttir, f. 13. júlí 1950, d. 27. júlí 1957.
5. Svava Bogadóttir kennari, skólastjóri í Vogum, f. 30. maí 1954. Fyrri maður hennar Hreinn Sigurðsson. Síðari maður Kristján Bjarnason.
6. Andvana drengur, f. 13. september 1959.
7. Gunnar Bogason sjómaður, f. 15. ágúst 1961. Fyrri maki Kathleen Valborg Clifford, síðari maki Bergþóra Aradóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.