Lilja Huld Sigurðardóttir
Lilja Huld Sigurðardóttir húsfreyja, fiskverkakona í Eyjabergi, fæddist 19. febrúar 1957.
Foreldrar hennar voru Sigurður Þórðarson útgerðarmaður og fiskverkandi, f. 10. mars 1918, d. 9. september 1991, og kona hans Lilja Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 11. apríl 1921, d. 17. október 2001.
Börn Lilju og Sigurðar:
1. Bryndís Sigurðardóttir, f. 27. október 1941, d. 8. desember 2018.
2. Ásdís Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. október 1943.
3. Svanhildur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. febrúar 1945.
4. Vilhjálmur Sigurður Sigurðsson, f. 3. október 1953.
5. Lilja Huld Sigurðardóttir, f. 19. febrúar 1957.
Þau Ragnar hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Hreinn hófu sambúð, eiga ekki börn saman. Þau búa í Mosfellsbæ.
I. Fyrrum sambúðarmaður Lilju Huldar er Ragnar Þór Benediktsson, f. 6. apríl 1958. Foreldrar hans Sigurlaug Kristjánsdóttir, f. 29. mars 1921, d. 9. apríl 1987, og Benedikt Kristinn Gunnar Sigurðsson, f. 27. mars 1914, d. 13. september 1994.
Barn þeirra:
1. Ómar Leifur Ragnarsson, f. 23. apríl 1984.
II. Sambúðarmaður Lilju Huldar er Hreinn Kristensen Birgisson frá Geiradal í Reykhólasveit, verkamaður, f. 14. ágúst 1953. Foreldrar hans Ingibjörg Benediktsdóttir, f. 2. nóvember 1931, d. 6. júní 2015, og Birgir Hallgrímsson, f. 25. desember 1935, d. 30. maí 2020.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Lilja Hrund.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.