Vilhjálmur S. Sigurðsson (vélfræðingur)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Vilhjálmur Sigurður Sigurðsson vélfræðingur, vélvirki, lagerstjóri, sölumaður fæddist 3. október 1953 á Heiðarvegi 49.
Foreldrar hans voru Sigurður Þórðarson útgerðarmaður og fiskverkandi, f. 10. mars 1918, d. 9. september 1991, og kona hans Lilja Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 11. apríl 1921, d. 17. október 2001.

Börn Sigurðar og Lilju:
1. Bryndís Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1941 á Skaftafelli í Fáskrúðsfirði, d. 8. desember 2018.
2. Ásdís Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. október 1943 á Búastöðum.
3. Svanhildur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. febrúar 1945.
4. Vilhjálmur Sigurður Sigurðsson vélfræðingur, f. 3. október 1953 á Heiðarvegi 49.
5. Lilja Huld Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1957 á Hólgötu 42.

Móðursystkini Vilhjálms í Eyjum voru:
1. Þorleifur Bragi Guðjónsson verkamaður, f. 23. júlí 1922, d. 9. nóvember 2010.
Hálfsystkini móður Vilhjálms í Eyjum voru:
2. Sigurðar Stefánsson sjómaður, verkalýðsleiðtogi, f. 26. janúar 1915, d. 23. september 1967 og
3. Kristín Stefánsdóttur á Búðarfelli, f. 13. júlí 1916, d. 16. maí 2001.

Vilhjálmur var með foreldrum sínum á Heiðarvegi 49, fluttist með fjölskyldunni að Hólagötu 42.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1969, var í Menntaskólanum á Akureyri til 1971.
Vilhjálmur lauk 4. stigi í Vélskóla Íslands 1975 og sveinsprófi í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Völundi hf. í Eyjum 1977.
Vilhjálmur var 2. vélstjóri á Suðurey VE 1972, á Ísleifi IV 1973.
Þá var hann aðstoðarvélstjóri á m.s. Brúarfossi 1974 og 1. vélstjóri á Ölduljóni VE 1977-1978.
Hann var verkstjóri hjá fiskverkun Eyjabergs 1978-1980, verslunarstjóri hjá véladeild SÍS/Bílvangi 1980-1986, verksmiðjustjóri hjá Fóðurblöndunni/Ewos 1986-1993, verslunarstjóri hjá Þór hf. 1993-1994, lagerstjóri hjá Kælismiðjunni Frosti hf. til 2002, þá hjá Kersmiðjunni í Straumsvík, hjá Sjóvá, þá sölumaður hjá Brimborg, og að síðustu hjá Norðuráli í níu og hálft ár.

I. Kona Vilhjálms, (28. desember 1984), er Guðrún Hrefna Sverrisdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, félagsráðgjafi, f. 29. janúar 1963 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Sverrir Sighvatsson loftskeytamaður í Hafnarfirði, f. 24. ágúst 1936 í Reykjavík, og kona hans Kristín Þórðardóttir húsfreyja, f. 24. júní 1938 í Hafnarfirði.
Börn þeirra:
1. Fjölnir Vilhjálmsson, f. 22. janúar 1987 í Reykjavík.
2. Fannar Vilhjálmsson, f. 22. janúar 1987 í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.