Magnús Þórðarson (Skansinum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Magnús Þórðarson.

Magnús Þórðarson á Skansinum, bóndi, kaupmaður, útgerðarmaður, verkamaður fæddist 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð og lést 1. apríl 1955.
Foreldrar hans voru Þórður Ívarsson bóndi, f. 10. september 1832, d. 19. júní 1890, og síðari kona hans Sigríður Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1839, d. 28. fbrúar 1908.

Börn Þórðar og Sigríðar í Eyjum voru:
1. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 14.júlí 1945.
2. Magnús Þórðarson Thorlacius kaupmaður, bóndi, verkamaður á Skansinum, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955.
3. Gísli Þórðarson verkamaður, f. 5. desember 1877 að Ormskoti í Fljótshlíð, síðast í Görðum, d. 7. nóvember 1943.
4. Guðrún Þórðardóttir verkakona, f. 31. ágúst 1882 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. mars 1978.
Barn Þórðar og fyrri konu hans Sigríðar Nikulásdóttur, f. 8. mars 1838, d. 24. maí 1864 var
5. Ívar Þórðarson á Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, bóndi, síðar í Eyjum, f. 3. september 1863, d. 10. apríl 1924.

Magnús sigldi til Danmerkur og kynnti sér verslunarfræði.
Hann hafði látið húðflúra á handarbak stafina MTh, er hann var í Danmörku og notaði föðurnafnið Thordarson í viðskiptum sínum við útlendinga. Því mun hann hafa fengið nafnið ,,Magnús Té Há.“ , sem hann gekk undir meðal Eyjabúa.
Hann fluttist til Eyja frá Teigi í Fljótshlíð 1901 og var ókvæntur vinnumaður þar hjá Ágústi Gíslasyni í Hvammi.
Magnús reisti Kaupangur 1922 og var þar kaupmaður um skeið, einnig eignaðist hann Jaðar og átti um hríð. Hann átti líka í útgerð v.b. Íslands VE 118, sem fórst 1912.
Magnús var síðar bóndi, daglaunamaður, sorphreinsunarmaður og sá um kyndingu hjá nokkrum stofnunum í bænum.
Við húsvitjun 1906 bjó hann í Langa-Hvammi með Margréti Bjarnadóttur og syni hennar Karli Gunnari Jónassyni, en í lok ársins hafði Þórarinn Thorlacius barn þeirra bæst í hópinn. Þar voru þau 1910 með að auki Magnús Sigurð óskírðan.
Árið 1913 var Magnea Gísladóttir vinnukona á heimilinu og í lok árs höfðu bæst í barnahópinn Anna Sigrid dóttir Margrétar og Hafsteinn sonur Magneu fylgikonu húsbóndans, bæði fædd á árinu. 1914 var Margrét bústýra þar. Þá hafði Axel Hálfdán bæst í hópinn, en hann var sonur Magneu. 1916 fæddist Þorbjörn Ólafur Maríus sonur Magneu, en Margrét var enn bústýra Magnúsar.
Þau Gíslína giftu sig 1917 og bjuggu í Langa-Hvammi. Margrét var þar leigjandi með börn sín og svo var til ársins 1923, en Magnea fluttist að Jaðri með Hafstein.
Þau Gíslína voru í Vegg, (hét áður Litlakot) 1924, komin að Miðhúsum 1927, að Kornhól (Skansinum) við fæðingu Þórðar 1933.
Magnús lést 1955 og Gíslína 1984.

I. Sambýliskona Magnúsar var Margrét Bjarnadóttir áður húsfreyja á Múla, fráskilin, f. 10. desember 1869, d. 2. október 1950.
Börn þeirra voru:
1. Þórarinn Sigurður Thorlacius sjómaður, f. 27. nóvember 1906 í Langa-Hvammi, drukknaði 29. janúar 1940.
2. Magnús Sigurður Hlíðdal Magnússon sjómaður, f. 11. júlí 1910 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 1995.
3. Anna Sigrid Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1913 í Langa-Hvammi, d. 20. apríl 1991.

II. Fylgikona og barnsmóðir hans var Magnea Gísladóttir, f. 7. júní 1893, d. 10. febrúar 1975.
Börn þeirra voru:
4. Hafsteinn Magnússon kyndari, f. 17. júní 1913, d. 30. desember 2002.
5. Axel Hálfdán Magnússon sjómaður, símsmiður, f. 28. maí 1914 í Langa-Hvammi, d. 8. janúar 2000.
6. Þorbjörn Ólafur Maríus Magnússon sjómaður, f. 19. september 1916 í Langa-Hvammi, d. í apríl 1943.

III. Kona Magnúsar, (24. maí 1917), var Gíslína Jónsdóttir húsfeyja, f. 21. nóvember 1889 í Bakkakoti u. Eyjafjöllum, d. 22. mars 1984.
Börn þeirra:
7. Halldóra Guðleif Magnúsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1917 í Langa-Hvammi, d. 28. desember 2004.
8. Stúlka, f. 15. janúar 1919 í Langa-Hvammi, lést nokkurra daga gömul.
9. Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1921 í Langa-Hvammi, d. 30. ágúst 2013.
10. Ívar Magnússon verkstjóri, f. 3. október 1923 í Litla-Hvammi, d. 13. nóvember 2005.
11. Guðjón Gísli Magnússon sjómaður, f. 20. október 1924 í Litlakoti, d. 27. febrúar 2000.
12. Óskar Magnússon sjómaður, f. 15 ágúst 1927 á Miðhúsum, d. 7. janúar 1950.
13. Guðrún Lilja Magnúsdóttir ljósmóðir, f. 27. september 1928 á Miðhúsum, d. 11. ágúst 2012.
14. Magnús Magnússon bóndi, verkamaður, f. 10. febrúar 1930 á Miðhúsum, d. 3. janúar 2009.
15. Klara Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1931 á Miðhúsum, d. 6. desember 1987.
16. Þórður Magnússon bifreiðastjóri, verktaki, f. 11. apríl 1933 á Skansinum við Strandveg 1c, d. 6. mars 2021.
17. Guðmundur Magnússon blikksmiður, f. 19. september 1934 á Skansinum við Strandveg 1c, d. 4. janúar 2014.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.