Margrét Þorgeirsdóttir (Skel)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gunnarína Margrét Þorgeirsdóttir frá Skel við Sjómannasund 4, húsfreyja fæddist þar 18. janúar 1921 og lést 19. júní 1990.
Foreldrar hennar voru Þorgeir Eiríksson formaður, f. 5. ágúst 1886 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, drukknaði 1. mars 1942, og kona hans Ingveldur Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 3. janúar 1884 á Eyrarbakka, d. 15. september 1936.

Börn Þorgeirs og Ingveldar voru:
1. Hafsteinn Frímann Þorgeirsson, f. 18. maí 1914 á Bólstað, d. 4. júlí 1931.
2. Gunnarína Margrét Þorgeirsdóttir húsfreyja á Hamri, f. 18. janúar 1921 í Skel, d. 19. júní 1990.
3. Guðfinnur Þorgeirsson sjómaður, skipstjóri, f. 20. nóvember 1926 í Skel, d. 22. mars 2012.
Börn Þorgeirs og Unu Jónsdóttur og hálfsystkini Guðfinns voru:
4. Jónína Ólafía Þorgeirsdóttir, f. 5. september 1906 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, d. 5. júlí 1930. Hún var fyrri kona Magnúsar Jónssonar bónda í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, síðar sjómaður, verkamaður í Eyjum og húsvörður í Reykjavík, f. 8. júlí 1901, d. 3. júlí 1986.
5. Ástríður Þorgeirsdóttir húsfreyja á Hrafnabjörgum, f. 19. september 1908 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, d. 28. júní 1929.
6. Sigurbjörg Þorgeirsdóttir, f. 30. desember 1912 í Eyjum, d. 16. maí 1928.
Barn Ingveldar móður Margrétar var
7. Hjálmtýr Róbert Brandsson sjómaður í Reykjavík, f. 11. nóvember 1908, d. 17. mars 1932. Hann var ættleiddur.

Margrét var með foreldrum sínum í Skel í æsku, síðar með þeim á Hamri við Skólaveg 33.
Þau Skarphéðinn giftu sig 1942, eignuðust eitt barn og fóstruðu annað. Þau bjuggu á Hamri í fyrstu, en byggðu á Bröttugötu 13 og bjuggu þar frá 1958.
Skarphéðinn lést 1971. Margrét bjó síðast á Foldahrauni 40. Hún lést 1990.

I. Maður Gunnarínu Margrétar, (6. júní 1942), var Skarphéðinn Vilmundarson flugumferðarstjóri, f. 25. janúar 1912, d. 28. júlí 1971.
Börn þeirra:
1. Yngvi Geir Skarphéðinsson skipstjóri, f. 18. október 1948. Kona hans Erla Fanný Sigþórsdóttir.
2. Guðfinna Guðfinnsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Reykjavík, síðan starfsmaður hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, f. 18. nóvember 1956. Hún var fósturbarn þeirra, bróðurbarn Margrétar. Maður hennar Óðinn Haraldsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.