Þorgeir Eiríksson (Skel)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorgeir Eiríksson, Skel, fæddist 8. ágúst 1886 að Berjanesi undir Eyjafjöllum. Þorgeir byrjaði ungur sjómennsku en formennsku byrjaði Þorgeir árið 1913 á Sæborgu. Eftir það er hann með Ester og Heklu. Þá hætti Þorgeir formennsku en var vélamaður í fjölda vertíða. Þorgeir fórst með Þuríði Formanni þann 1. mars 1942.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Þorgeir Eiríksson í Skel, formaður fæddist 5. ágúst 1886 í Berjanesi u. Eyjafjöllum og drukknaði 1. mars 1942.
Foreldrar hans voru Eiríkur Gunnarsson bóndi á Stóru-Borg 1910, f. 21. október 1853 í Holtssókn, d. 13. janúar 1917, og kona hans Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1854, d. 22. ágúst 1954.

Þorgeir var með foreldrum sínum á Stóru-Borg í æsku og síðan ekkjunni móður sinni.
Hann eignaðist þrjú börn með Unu Jónsdóttur, sem var þar vinnukona.
Þorgeir kvæntist Ingveldi 1913 og þau fluttust til Eyja á því ári, bjuggu á Bólstað við Heimagötu 1914 til 1918, en voru komin í Skel 1920 og bjuggu þar 1934, en á Hamri við Skólaveg 33 1936 við andlát Ingveldar.
Þau eignuðust þrjú börn.
Ingveldur lést 1936.
Þorgeir bjó með Sigríði Vigfúsdóttur bústýru, f. 18. apríl 1893, og móður sinni á Hamri 1940.
Hann fórst með m.b. Þuríði formanni 1942.

ctr


Fremri röð: Una Jónsdóttir og Margrét Ólafsdóttir föðurmóðir dætra hennar. Aftari röð: Ástríður, Sigurbjörg og Jóna Ólafía dætur Unu.

I. Barnsmóðir Þorgeirs var Una Jónsdóttir skáldkona, síðar húsfreyja í Sólbrekku, f. 31. janúar 1878, d. 29. febrúar 1960.
Börn þeirra:
1. Jónína Ólafía Þorgeirsdóttir, f. 5. september 1906 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, d. 5. júlí 1930. Hún var fyrri kona Magnúsar Jónssonar bónda í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, síðar sjómaður, verkamaður í Eyjum og húsvörður í Reykjavík, f. 8. júlí 1901, d. 3. júlí 1986.
2. Ástríður Þorgeirsdóttir húsfreyja á Hrafnabjörgum, f. 19. september 1908 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, d. 28. júní 1929.
3. Sigurbjörg Þorgeirsdóttir, f. 30. desember 1912 í Eyjum, d. 16. maí 1928.

II. Kona Þorgeirs, (1913), var Ingveldur Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 3. janúar 1884 á Eyrarbakka, d. 15. september 1936.
Börn þeirra:
3. Hafsteinn Frímann Þorgeirsson, f. 18. maí 1914 á Bólstað, d. 4. júlí 1931.
4. Gunnarína Margrét Þorgeirsdóttir húsfreyja á Hamri, f. 18. janúar 1921 í Skel, d. 19. júní 1990.
5. Guðfinnur Þorgeirsson sjómaður, skipstjóri, f. 20. nóvember 1926 í Skel, d. 22. mars 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.